Bass Encounters á Hótel Sögu, 1. október
Árni Egilsson: kontrabassi
Niels-Henning Ørsted Petersen: kontrabassi
Wayne Darling: kontrabassi
Fritz Pauer: píanó
John Hollenbeck: trommur
Ég var mættur snemma á tónleikana af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vissi ég að það yrði uppselt. Í öðru lagi vegna þess að tónleikarnir voru haldnir í því mikla arkitektúrslysi sem kallast Súlnasalur Hótel Sögu. Þegar ég gekk inn í salinn var samt fullt, þótt enn væri hálftími í að konsertinn byrjaði. En það voru ekki eftirvæntingarfullir djassgjeggarar sem skipuðu bekkina, heldur matargestir Hótel Sögu sem voru að fá eftirréttinn á borðið hjá sér. Flestir virtust vera í boði einhvers, og því mættir fyrir kurteisissakir. Fæstir litu út fyrir að geta þekkt í sundur Miles Davis og Charles Mingus ef þeir hefðu séð þá á mynd. Ég sem hafði bara borgað 2500-kall fyrir minn miða mátti því sætta mig við sæti úti í horni með prýðilegt útsýni yfir eina af súlunum sem staðsettar eru allt í kringum sviðið.
Þegar ég var búinn að skemmta mér við að horfa á súkkulaðifrómasið hverfa ofan í fjöldann stigu tónlistarmennirnir á svið. Fyrsta lagið var eftir Árna Egilsson, leiðtoga sveitarinnar og kallaðist „Basses Three-O“. Titillinn virtist benda til þess að lagið væri sérsamið fyrir þá óvenjulegu hljóðfæraskipan sem bassatríó er. Annað lagið var „Whoopee-Do, Whoopee-Don't“, kunnur slagari með allítarlegum sólóum. Árni brúkaði bogann af miklu kappi í þesu lagi og fleirum, og kallaðist þannig á við eigin fusion-stykki frá níunda áratugnum. Einnig hefur Árni gert fleiri en eina plötu þar sem hann hefur strengjasveit sér til stuðnings, svo að rætur hans virðast liggja að einhverju leyti í semi-klassík, enda fæsta hann aðallega við að spila kvikmyndatónlist. Fátæku FÍH-nemunum sem sátu við hliðina á mér fyrir aftan súluna þóttu þessir taktar ekki nema í meðallagi áhugaverðir.
Eftir fyrstu tvö lögin komu þrír aðskildir sólókaflar þar sem bassaleikarnir sýndu fimi sýna. Árni var fyrstur og lék funheita flamengósveiflu, og fyrir þá sem sáu ekkert á sviðið (sem voru allmargir) gæti það hafa virst undarlegt að þarna væru hljóð úr kontrabassa á ferðinni, en ekki spænskum gítar. Niels-Henning kom næstur og fór hamförum, eins og von var til. Það er engu um það logið að maðurinn er einn af flinkustu bassaleikurum í heiminum. Bræðingur Niels-Hennings spannaði allt frá Bach til Cole Porter. Honum var greinilega mikið í mun að sýna taumlausa snilli sína, og tókst það prýðilega. Wayne Darling var hófstilltari en heilsteyptari, spilaði stuttan sóló og hnitmiðaðan, en fór ekki um eins víðan völl.
Svo tóku við fjölmörg lög, gömul og ný. Flest lögin á prógramminu voru eftir Árna (þau heita nöfnum eins og „You Gotta Be Kidding“ og „Stinky Poo“) en þarna voru líka sígildir standardar á borð við „Summertime“ og „Speak Low“. Sérstaka athygli vakti hið þekkta ljúflingslag „Íslenskt vögguljóð á hörpu“ eftir Jón Þórarinsson, gamlan kennara Árna, sem spilað var í mun djarfari útsetningu en Björn Thoroddsen hefði nokkurn tíma þorað að láta kenna sig við. Að forspilinu undaskildu var lítið eftir af upprunalegu laglínunni og þetta var því frekar e.k. hugleiðing um lagið.
John Hollenbeck trommari var fumlaus en ekki sérlega frumlegur, og fullframarlega í bítinu á köflum. Píanóleikarinn Fritz Pauer var ein notalegasta uppgötvun kvöldsins og skilaði sínu allvel. Þrátt fyrir mikla hæfileika fimmenninganna var þó ljóst að þeir hefðu mátt æfa sig betur því samhæfingin var alls ekki nógu góð. Þeir voru oft tvístígandi hver ætti að taka sólóið og byrjuðu stundum tveir eða þrír í einu. Það er þó kannski óraunhæf krafa að biðja um fleiri æfingar þar sem mennirnir eru búsettir í fjórum löndum. Á heildina litið var þetta sannfærandi konsert. Hann var tekinn upp bæði á myndband og hljóðrás og vonandi fæ ég síðar tækifæri til að sjá almennilega það sem fór fram á sviðinu. Falleinkunn kvöldsins fær svo að sjálfsögðu arkitektinn sem hannaði Súlnasal fyrir að vera með mjög vont hugmyndaflug.
Niels-Henning Ørsted Petersen: kontrabassi
Wayne Darling: kontrabassi
Fritz Pauer: píanó
John Hollenbeck: trommur
Ég var mættur snemma á tónleikana af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vissi ég að það yrði uppselt. Í öðru lagi vegna þess að tónleikarnir voru haldnir í því mikla arkitektúrslysi sem kallast Súlnasalur Hótel Sögu. Þegar ég gekk inn í salinn var samt fullt, þótt enn væri hálftími í að konsertinn byrjaði. En það voru ekki eftirvæntingarfullir djassgjeggarar sem skipuðu bekkina, heldur matargestir Hótel Sögu sem voru að fá eftirréttinn á borðið hjá sér. Flestir virtust vera í boði einhvers, og því mættir fyrir kurteisissakir. Fæstir litu út fyrir að geta þekkt í sundur Miles Davis og Charles Mingus ef þeir hefðu séð þá á mynd. Ég sem hafði bara borgað 2500-kall fyrir minn miða mátti því sætta mig við sæti úti í horni með prýðilegt útsýni yfir eina af súlunum sem staðsettar eru allt í kringum sviðið.
Þegar ég var búinn að skemmta mér við að horfa á súkkulaðifrómasið hverfa ofan í fjöldann stigu tónlistarmennirnir á svið. Fyrsta lagið var eftir Árna Egilsson, leiðtoga sveitarinnar og kallaðist „Basses Three-O“. Titillinn virtist benda til þess að lagið væri sérsamið fyrir þá óvenjulegu hljóðfæraskipan sem bassatríó er. Annað lagið var „Whoopee-Do, Whoopee-Don't“, kunnur slagari með allítarlegum sólóum. Árni brúkaði bogann af miklu kappi í þesu lagi og fleirum, og kallaðist þannig á við eigin fusion-stykki frá níunda áratugnum. Einnig hefur Árni gert fleiri en eina plötu þar sem hann hefur strengjasveit sér til stuðnings, svo að rætur hans virðast liggja að einhverju leyti í semi-klassík, enda fæsta hann aðallega við að spila kvikmyndatónlist. Fátæku FÍH-nemunum sem sátu við hliðina á mér fyrir aftan súluna þóttu þessir taktar ekki nema í meðallagi áhugaverðir.
Eftir fyrstu tvö lögin komu þrír aðskildir sólókaflar þar sem bassaleikarnir sýndu fimi sýna. Árni var fyrstur og lék funheita flamengósveiflu, og fyrir þá sem sáu ekkert á sviðið (sem voru allmargir) gæti það hafa virst undarlegt að þarna væru hljóð úr kontrabassa á ferðinni, en ekki spænskum gítar. Niels-Henning kom næstur og fór hamförum, eins og von var til. Það er engu um það logið að maðurinn er einn af flinkustu bassaleikurum í heiminum. Bræðingur Niels-Hennings spannaði allt frá Bach til Cole Porter. Honum var greinilega mikið í mun að sýna taumlausa snilli sína, og tókst það prýðilega. Wayne Darling var hófstilltari en heilsteyptari, spilaði stuttan sóló og hnitmiðaðan, en fór ekki um eins víðan völl.
Svo tóku við fjölmörg lög, gömul og ný. Flest lögin á prógramminu voru eftir Árna (þau heita nöfnum eins og „You Gotta Be Kidding“ og „Stinky Poo“) en þarna voru líka sígildir standardar á borð við „Summertime“ og „Speak Low“. Sérstaka athygli vakti hið þekkta ljúflingslag „Íslenskt vögguljóð á hörpu“ eftir Jón Þórarinsson, gamlan kennara Árna, sem spilað var í mun djarfari útsetningu en Björn Thoroddsen hefði nokkurn tíma þorað að láta kenna sig við. Að forspilinu undaskildu var lítið eftir af upprunalegu laglínunni og þetta var því frekar e.k. hugleiðing um lagið.
John Hollenbeck trommari var fumlaus en ekki sérlega frumlegur, og fullframarlega í bítinu á köflum. Píanóleikarinn Fritz Pauer var ein notalegasta uppgötvun kvöldsins og skilaði sínu allvel. Þrátt fyrir mikla hæfileika fimmenninganna var þó ljóst að þeir hefðu mátt æfa sig betur því samhæfingin var alls ekki nógu góð. Þeir voru oft tvístígandi hver ætti að taka sólóið og byrjuðu stundum tveir eða þrír í einu. Það er þó kannski óraunhæf krafa að biðja um fleiri æfingar þar sem mennirnir eru búsettir í fjórum löndum. Á heildina litið var þetta sannfærandi konsert. Hann var tekinn upp bæði á myndband og hljóðrás og vonandi fæ ég síðar tækifæri til að sjá almennilega það sem fór fram á sviðinu. Falleinkunn kvöldsins fær svo að sjálfsögðu arkitektinn sem hannaði Súlnasal fyrir að vera með mjög vont hugmyndaflug.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar