Dumasar félagið eftir Arturo Pérez-Reverte
Besti markhópurinn fyrir málverk eru sjálfir myndlistarmenn, tónlistarmenn kaupa mest af tónlist, smiðir kaupa flesta nagla o.s.frv. Einfalt markaðslögmál sem í eðli sínu er rökrétt afleiðing verslunnar í hvaða formi sem er. Framleiðsla vöru er þannig sérstaklega beint að þeim hópi sem er líklegastur til að nýta sér hana sem mest. Hins vegar er það einnig rökrétt afleiðing yfirgripsmikla lögmála að hafa undantekningar. Ég efast um að bókmenntafræðingar séu stærsti hluti þeirra sem kaupa bækur, en það er sá hópur sem virðist hafa verið Reverte efst í huga þegar hann skrifaði verkið Dumasar félagið. Sjálfur titillinn er vísun til franska 19.aldar skáldsins Alexanders Dumas sem skrifaði meðal annars sígilda ævintýrið um Skytturnar þrjár.
Hluti af frumhandriti sögunnar af skyttunum þrem kemst í hendur svonefnds bókasöfnunarmálaliða, ófyrirleitins en slægs og tungulipurs manns að nafni Lucas Corso. Corso hefst handa við að reyna að elta eigandasögu handritsins í von um að verða sér annaðhvort úti um aðra hluta af því eða kaupanda sem er tilbúinn til að borga rétt verð. Á sama tíma er hann fenginn til að leita uppi tvö handrit að verki tileinkuðu djöfladýrkun sem kallað er Dyrnar níu eftir prentara að nafni Torchia. Saman fléttast svo rannsóknir Corso með undarlegum atburðum, fólki sem dregur líkindi til skáldsagnapersóna, fallegu kvenfólki, dauðsföllum og eltingaleikjum. Þannig verður Corso vafinn inn í vef sinnar eigin spennusögu sem Dumasar félagið er.
Verkið er vel skrifað og hefur höfundur augljóslega lagt mikið á sig til að ná að koma öllu til skila og hafa söguna um leið fræðilega sem og spennandi. Á köflum getur sagan þó orðið langdregin, sérstaklega þar sem verið er að koma of miklum fróðleik á framfæri og lesandinn hættir að hafa hugann við spennusöguna. Ég á ekki við að fróðleikurinn sé eitthvað sérstaklega slæmur, heldur verður að ríkja ákveðið jafnvægi á milli fræðilega textans og spennu í slíkum sögum. En líkt og áður sagði þá virðist sagan vera skrifuð fyrir bókmenntafrótt fólk. Allir kaflar byrja á tilvísunum, sum almennt þekkt verk og önnur fræðilega þekkt. Einnig er fjöldin allur af fræðilegum hugtökum og heitum sem hinn almenni lesandi kannast væntanlega ekki við og sjálfur þurfti ég að fletta – oftar en ég vil viðurkenna - upp í skýringaritum. Sjálf flétta eða fafla sögunnar er einnig byggð á þekktum bókmenntakenningum sem er einstaklega skemmtilegt fyrir þá sem þekkja til en eflaust ekki eftirtektarvert fyrir aðra. Endirinn var þó þrautseigjunnar virði. Sérstaklega óvæntur og einstaklega vel útfærður sem gerði alla lestrarbaráttuna hverrar mínútu virði.
Kristinn R. Ólafsson er þýðandi sögunnar. Kristinn hefur áður þýtt Refskák eða Bríkina frá Flandri sem einnig er eftir Reverte. Þýðingin gæti verið betri. Nokkrar villur hafa komist í gegnum handritið áður en það fór í prentun. T.d. kemur að minnsta kosti tvisvar fyrir að fornafnið „hann” er í röngu beygingarumhverfi og sumstaðar má verða var við innsláttarvillur. Sumum gætu samt fundist nokkrar villur í handritinu vera of margar villur. Þeir sem eiga erfitt með að hemja sig þegar þeir verða varir við slíkar villur í texta ættu að nálgast verkið með fyrirvara. Hafa ber í huga að líklega er um mistök prófarkalestrar að ræða og algengum tímaskorti sem gjarnan fylgir í útgáfu þýðinga. Mikið liggur á að koma verki út á meðan það er markaður fyrir bókina. Auðvelt er að álykta að þýðingin hafi átt að koma út á svipuðum tíma og ræman „The ninth gate” í leikstjórn Romans Polanski sem er einmitt byggð á Dumasar félaginu. Þrátt fyrir þær villur sem komust í gegn um prófarkalestur og stafsetningapúka kemst sagan vel til skila og hefur Kristinn staðið sig ágætlega við þýðinguna og þá sérstaklega á textanum sem hefur að geyma áðurnefnda fróðleiksmola. Slíkur texti er vandmeðfarinn í þýðingu en Kristni tekst að samræma textann á skiljanlega íslensku og er gætinn með ofnotkun fræðiheita og hugtaka.
Dumasar félagið er góð og skemmtileg lesning fyrir þá sem eru tilbúnir til að leggja á sig smá lestrarerfiði. Ásamt spennunni eru athyglisverðar hugleiðingar varðandi hin ýmsu bókmennta eðlis málefni. Ég mæli með þessari bók fyrir þá sem hafa gaman af verðugum lestri því sagan er fyllilega þess virði, sérstaklega með þeim yndislega konfektmola sem lokakaflinn er.
Hluti af frumhandriti sögunnar af skyttunum þrem kemst í hendur svonefnds bókasöfnunarmálaliða, ófyrirleitins en slægs og tungulipurs manns að nafni Lucas Corso. Corso hefst handa við að reyna að elta eigandasögu handritsins í von um að verða sér annaðhvort úti um aðra hluta af því eða kaupanda sem er tilbúinn til að borga rétt verð. Á sama tíma er hann fenginn til að leita uppi tvö handrit að verki tileinkuðu djöfladýrkun sem kallað er Dyrnar níu eftir prentara að nafni Torchia. Saman fléttast svo rannsóknir Corso með undarlegum atburðum, fólki sem dregur líkindi til skáldsagnapersóna, fallegu kvenfólki, dauðsföllum og eltingaleikjum. Þannig verður Corso vafinn inn í vef sinnar eigin spennusögu sem Dumasar félagið er.
Verkið er vel skrifað og hefur höfundur augljóslega lagt mikið á sig til að ná að koma öllu til skila og hafa söguna um leið fræðilega sem og spennandi. Á köflum getur sagan þó orðið langdregin, sérstaklega þar sem verið er að koma of miklum fróðleik á framfæri og lesandinn hættir að hafa hugann við spennusöguna. Ég á ekki við að fróðleikurinn sé eitthvað sérstaklega slæmur, heldur verður að ríkja ákveðið jafnvægi á milli fræðilega textans og spennu í slíkum sögum. En líkt og áður sagði þá virðist sagan vera skrifuð fyrir bókmenntafrótt fólk. Allir kaflar byrja á tilvísunum, sum almennt þekkt verk og önnur fræðilega þekkt. Einnig er fjöldin allur af fræðilegum hugtökum og heitum sem hinn almenni lesandi kannast væntanlega ekki við og sjálfur þurfti ég að fletta – oftar en ég vil viðurkenna - upp í skýringaritum. Sjálf flétta eða fafla sögunnar er einnig byggð á þekktum bókmenntakenningum sem er einstaklega skemmtilegt fyrir þá sem þekkja til en eflaust ekki eftirtektarvert fyrir aðra. Endirinn var þó þrautseigjunnar virði. Sérstaklega óvæntur og einstaklega vel útfærður sem gerði alla lestrarbaráttuna hverrar mínútu virði.
Kristinn R. Ólafsson er þýðandi sögunnar. Kristinn hefur áður þýtt Refskák eða Bríkina frá Flandri sem einnig er eftir Reverte. Þýðingin gæti verið betri. Nokkrar villur hafa komist í gegnum handritið áður en það fór í prentun. T.d. kemur að minnsta kosti tvisvar fyrir að fornafnið „hann” er í röngu beygingarumhverfi og sumstaðar má verða var við innsláttarvillur. Sumum gætu samt fundist nokkrar villur í handritinu vera of margar villur. Þeir sem eiga erfitt með að hemja sig þegar þeir verða varir við slíkar villur í texta ættu að nálgast verkið með fyrirvara. Hafa ber í huga að líklega er um mistök prófarkalestrar að ræða og algengum tímaskorti sem gjarnan fylgir í útgáfu þýðinga. Mikið liggur á að koma verki út á meðan það er markaður fyrir bókina. Auðvelt er að álykta að þýðingin hafi átt að koma út á svipuðum tíma og ræman „The ninth gate” í leikstjórn Romans Polanski sem er einmitt byggð á Dumasar félaginu. Þrátt fyrir þær villur sem komust í gegn um prófarkalestur og stafsetningapúka kemst sagan vel til skila og hefur Kristinn staðið sig ágætlega við þýðinguna og þá sérstaklega á textanum sem hefur að geyma áðurnefnda fróðleiksmola. Slíkur texti er vandmeðfarinn í þýðingu en Kristni tekst að samræma textann á skiljanlega íslensku og er gætinn með ofnotkun fræðiheita og hugtaka.
Dumasar félagið er góð og skemmtileg lesning fyrir þá sem eru tilbúnir til að leggja á sig smá lestrarerfiði. Ásamt spennunni eru athyglisverðar hugleiðingar varðandi hin ýmsu bókmennta eðlis málefni. Ég mæli með þessari bók fyrir þá sem hafa gaman af verðugum lestri því sagan er fyllilega þess virði, sérstaklega með þeim yndislega konfektmola sem lokakaflinn er.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar