Orðastaður Torfhildar
Þann 30. nóvember næstkomandi verður fyrsti Orðastaður Torfhildar í vetur haldinn á Dillon, en Torfhildur er félag bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands. Þar er áætlað að hittast og hlusta á tvær framsögur og spjalla um efni þeirra á eftir.
Framsögumenn eru tveir að þessu sinni. Þeir eru:
Davíð A. Stefánsson. Davíð mun fjalla um bók sem hann vinnur að með stuðningi frá Mjólkursamsölunni og lesa úr henni valda kafla. Bókin fjallar á einfaldan hátt um ljóð, tungumál og táknfræði daglega lífsins, og er ætlunin með henni að vekja unglinga til umhugsunar um hinar ýmsu hliðar á valdi tungumálsins. Bókin verður færð öllum 13 ára unglingum að gjöf haustið 2005.
Hannes Óli Ágústsson. Hannes fjallar um sjónvarpsþættina South Park eftir Trey Parker og Matt Stone. Fjallað verður um myndmál þáttanna og tengsl þess við kenningar Bakhtins um gróteskt raunsæi. Skýrt verður hvernig hið einfalda framleiðsluferli þáttanna nær að gera paródíu þeirra hreinni og beinskeyttari í nútímasamhengi. Skoðað verður hvernig South Park leitast við að afbyggja hugmyndafræði bandarísks samtíma.
Samkoman hefst kl. 20:30. Tilboð á barnum og umræður á eftir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Framsögumenn eru tveir að þessu sinni. Þeir eru:
Davíð A. Stefánsson. Davíð mun fjalla um bók sem hann vinnur að með stuðningi frá Mjólkursamsölunni og lesa úr henni valda kafla. Bókin fjallar á einfaldan hátt um ljóð, tungumál og táknfræði daglega lífsins, og er ætlunin með henni að vekja unglinga til umhugsunar um hinar ýmsu hliðar á valdi tungumálsins. Bókin verður færð öllum 13 ára unglingum að gjöf haustið 2005.
Hannes Óli Ágústsson. Hannes fjallar um sjónvarpsþættina South Park eftir Trey Parker og Matt Stone. Fjallað verður um myndmál þáttanna og tengsl þess við kenningar Bakhtins um gróteskt raunsæi. Skýrt verður hvernig hið einfalda framleiðsluferli þáttanna nær að gera paródíu þeirra hreinni og beinskeyttari í nútímasamhengi. Skoðað verður hvernig South Park leitast við að afbyggja hugmyndafræði bandarísks samtíma.
Samkoman hefst kl. 20:30. Tilboð á barnum og umræður á eftir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar