Davíð konungur
Kvæðið „Davíð konungur“ er í Hvömmum, sem kom út árið 1930. Tvö síðustu erindin eru gulls ígildi.
Þá Davíð stóð fyrir stóli Sáls -
strengi hann drap undir orðum þess máls,
sem hirðtunga varð vorra himna.
Með Betlehems rísandi stjörnu hann sté
og stillti sín ljóð fyrir Ísraels vé.
Um aldir beygir heimurinn hné
við hjarðkóngsins voldugu ymna.
Námfús á lífið hann náði hæð.
En naðra blundaði í hjartans æð.
Hjarðknapinn hneigðist til skálar.
- Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð.
Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf stríð.
Og iðrun krefst syndar, um eilífa tíð,
svo ávaxtist pundið sálar.
Já, Davíð var herra vors heilaga lands;
svo hátt gnæfði bragur og vilji þess manns
að dáðust drottnarnir sjálfir.
Hans bæn flutti hásöng af lifandi list,
sem ljóðbylgjur reisti af höfum yst.
- Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist
játendur veilir og hálfir.
Iðrun er kraftur. Hún krefur til hljóðs
og knýr þá dýpstu strengi til óðs,
sem víðboðum hjartnanna varpa.
Sál verður ljósblind í sólar geim;
en syndarinn týndi leitar heim.
Hann föðurhöndum er tekinn tveim;
þá tóna á Davíðs harpa.
Oss dreymir í hæðunum hörpuslag,
er hrynur í einu sem kór og lag;
af setning samhljóðs og raddar.
En jörð verður stjarna heilög og hrein,
þá hafdjúpsins mál talar bára ein -
og undir þar tekur steinn við stein
uns strandir til hljóðs eru kvaddar.
Orðvald er dánarheims dýrasta snilld;
hún dregur sinn knörr, fyrir utan fylgd,
á Ginnungasæinn svarta.
En list heimtar trú, gegnum stjarnanna storm,
og styrk sinna drauma um himneskt form.
Við fallandi engil, við freistandi orm,
þarf fyrirgefning og hjarta.
Aldrei fannst mál fyrir myrkari harm -
né mæddi sjálfdæmi harðar neinn barm.
Hans sál leit ei sólina bjarta.
Af þrúguvið batt hann sér þyrnikrans,
þegninn guðs og konungur lands.
Vínhelið ríkti á valdstól þess manns,
sem var eftir drottins hjarta.
Hvað skín yfir sofandi barnsins brá,
hvað birta oss draumar, sýn og spá,
um líf allra stjörnulanda?
Mun jarðskólinn storkna við reglur og rit,
þar raunheimur skerðir sitt eigið vit?
- Vér finnum aðeins sem fjarlægan þyt
af flugtökum hærri anda.
Ljóð er það eina, sem lifir allt;
hitt líður og týnist þúsundfalt -
uns Hel á vorn heim að svæfa.
Orð eru dýr, þessi andans fræ,
útsáin, dreifð fyrir himinblæ,
sem fljóta á gleymskunnar sökkvisæ
um sólaldir jarðneska æfa.
Þá hágöfgast maður í menningar heim,
er manið, frjáls býður eining af tveim,
signd við þann sið, er vér tókum.
Útvaldi söngvarinn saltarans
sinnti ei glaplögum Edenbanns.
Sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns,
skal þurrkast úr lífsins bókum.
Þá Davíð stóð fyrir stóli Sáls -
strengi hann drap undir orðum þess máls,
sem hirðtunga varð vorra himna.
Með Betlehems rísandi stjörnu hann sté
og stillti sín ljóð fyrir Ísraels vé.
Um aldir beygir heimurinn hné
við hjarðkóngsins voldugu ymna.
Námfús á lífið hann náði hæð.
En naðra blundaði í hjartans æð.
Hjarðknapinn hneigðist til skálar.
- Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð.
Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf stríð.
Og iðrun krefst syndar, um eilífa tíð,
svo ávaxtist pundið sálar.
Já, Davíð var herra vors heilaga lands;
svo hátt gnæfði bragur og vilji þess manns
að dáðust drottnarnir sjálfir.
Hans bæn flutti hásöng af lifandi list,
sem ljóðbylgjur reisti af höfum yst.
- Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist
játendur veilir og hálfir.
Iðrun er kraftur. Hún krefur til hljóðs
og knýr þá dýpstu strengi til óðs,
sem víðboðum hjartnanna varpa.
Sál verður ljósblind í sólar geim;
en syndarinn týndi leitar heim.
Hann föðurhöndum er tekinn tveim;
þá tóna á Davíðs harpa.
Oss dreymir í hæðunum hörpuslag,
er hrynur í einu sem kór og lag;
af setning samhljóðs og raddar.
En jörð verður stjarna heilög og hrein,
þá hafdjúpsins mál talar bára ein -
og undir þar tekur steinn við stein
uns strandir til hljóðs eru kvaddar.
Orðvald er dánarheims dýrasta snilld;
hún dregur sinn knörr, fyrir utan fylgd,
á Ginnungasæinn svarta.
En list heimtar trú, gegnum stjarnanna storm,
og styrk sinna drauma um himneskt form.
Við fallandi engil, við freistandi orm,
þarf fyrirgefning og hjarta.
Aldrei fannst mál fyrir myrkari harm -
né mæddi sjálfdæmi harðar neinn barm.
Hans sál leit ei sólina bjarta.
Af þrúguvið batt hann sér þyrnikrans,
þegninn guðs og konungur lands.
Vínhelið ríkti á valdstól þess manns,
sem var eftir drottins hjarta.
Hvað skín yfir sofandi barnsins brá,
hvað birta oss draumar, sýn og spá,
um líf allra stjörnulanda?
Mun jarðskólinn storkna við reglur og rit,
þar raunheimur skerðir sitt eigið vit?
- Vér finnum aðeins sem fjarlægan þyt
af flugtökum hærri anda.
Ljóð er það eina, sem lifir allt;
hitt líður og týnist þúsundfalt -
uns Hel á vorn heim að svæfa.
Orð eru dýr, þessi andans fræ,
útsáin, dreifð fyrir himinblæ,
sem fljóta á gleymskunnar sökkvisæ
um sólaldir jarðneska æfa.
Þá hágöfgast maður í menningar heim,
er manið, frjáls býður eining af tveim,
signd við þann sið, er vér tókum.
Útvaldi söngvarinn saltarans
sinnti ei glaplögum Edenbanns.
Sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns,
skal þurrkast úr lífsins bókum.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar