„Umbreyting í fljótandi ástand“
Á árinu gaf Bjartur út smásagnasafn eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami, sem í íslenskri þýðingu Ugga Jónssonar nefnist Eftir skjálftann. Safnið samanstendur af sex smásögum sem tengdar eru með jarðskjálftanum sem varð í borginni Kobe árið 1995 og hafði gífurlega eyðileggingu og manntjón í för með sér. Murakami notar þann atburð sem sögusvið, án þess þó að staðsetja neina aðalpersóna sagnanna á skjálftasvæðinu sjálfu. Hins vegar hafa þær persónulegar fortíðartengingar við borgina eða svæðið í kring, og kemur jarðskjálftinn því töluverði róti á sálarlíf aðalpersónanna. Er hægt að segja að Murakami noti jarðskjálftann sem hliðstæðu fyrir þær nafnlausu hræringar sem eiga sér stað í undirmeðvitund mannsins og hvernig þær verða á einn eða annan hátt að brjótast upp á yfirborðið. Við það getur skapast viss eyðilegging, en eins og Murakami virðist vilja benda á, þá losnar líka um óþolandi spennu. Skjálftinn er náttúrulegt fyrirbæri, nauðsynlegur í sköpun nýs jafnvægis og sáttar.
Athyglisvert er að skoða smásagnasafn þetta og sér í lagi hugmyndina um kraftana sem krauma í iðrum jarðar og raska stundum sléttu og felldu yfirborði, með tilliti til japansks samfélags. Séð vestrænum augum er Japan land hrópandi mótsagna; uppfullt af hefðum og siðavenjum sem við eigum erfitt með að botna í. Þetta milljónasamfélag byggist að miklu leyti á því að halda yfirborðinu með kyrrum kjörum með stífum reglum svo að allt gangi sem smurt. Hver þegn á að þekkja sína stöðu og jafnvæginu er haldið föstu, meðal annars með flóknum kurteisisvenjum. Rígbundið (þótt sveigjanlegt sé orðið á undanförnum árum) samfélagsformið veitir persónulegt rými í svo þéttbýlu landi en er tvíeggja sverð, eins og Murakami lætur í ljós skína þó svo að hann fjalli um hina nýju kynslóð Japana. Hætta er á að milli manna geti skapast óyfirstíganleg fjarlægð, einangrun, einmanaleiki.
Rétt eins og okkur finnst japanskt samfélag alltaf svolítið óskiljanlegt og framandi vestrænum veruleika, þá eru sögur Murakami oft og tíðum líkt og aðeins á skjön við raunveruleikann - þær hafa yfirnáttúrlegan blæ yfir sér. Þessi eiginleiki sagnanna er eitt af því fjölmarga sem ljær þeim þá sérstöðu sem skrif Murakami þykja hafa. Segja má að sögur hans einkennist helst af því sem ekki er tjáð beint, heldur dylst undir yfirborðinu og óbeint í orðunum. Texti íslensku þýðingarinnar, sem mér er tjáð að sé unninn úr enskri þýðingu viðurkenndri af rithöfundinum sjálfum, hlýtur að endurskapast gegnum svo flókið þýðingarferli, svo ekki sé minnst á úr hversu ólíkum heimi frumtextinn er sprottinn. Þýðing Ugga er hrein og öguð, næstum hnökralaus. Það er helst þá að lesandinn staldri við sérjapönsk fyrirbæri - það er alltaf dálítið skrítið að lesa um niðursoðinn kolkrabba eð eitthvað slíkt á íslensku, en það kemur ekki að sök, heldur eykur ánægjulega á ævintýrablæinn. Þótt sögurnar séu augljóslega merkingarþrungnari hinum japanska lesanda frumtextans þegar kemur að svo einföldum hlutum eins og staðháttum til dæmis, þá rýrir það ekki gildi íslensku útgáfunnar, því að í gegnum yfirborð smásagna Murakami birtist sammannlegur raunveruleiki er persónurnar takast á við nafnlausa en þekkjanlega drauga fortíðar.
Athyglisvert er að skoða smásagnasafn þetta og sér í lagi hugmyndina um kraftana sem krauma í iðrum jarðar og raska stundum sléttu og felldu yfirborði, með tilliti til japansks samfélags. Séð vestrænum augum er Japan land hrópandi mótsagna; uppfullt af hefðum og siðavenjum sem við eigum erfitt með að botna í. Þetta milljónasamfélag byggist að miklu leyti á því að halda yfirborðinu með kyrrum kjörum með stífum reglum svo að allt gangi sem smurt. Hver þegn á að þekkja sína stöðu og jafnvæginu er haldið föstu, meðal annars með flóknum kurteisisvenjum. Rígbundið (þótt sveigjanlegt sé orðið á undanförnum árum) samfélagsformið veitir persónulegt rými í svo þéttbýlu landi en er tvíeggja sverð, eins og Murakami lætur í ljós skína þó svo að hann fjalli um hina nýju kynslóð Japana. Hætta er á að milli manna geti skapast óyfirstíganleg fjarlægð, einangrun, einmanaleiki.
Rétt eins og okkur finnst japanskt samfélag alltaf svolítið óskiljanlegt og framandi vestrænum veruleika, þá eru sögur Murakami oft og tíðum líkt og aðeins á skjön við raunveruleikann - þær hafa yfirnáttúrlegan blæ yfir sér. Þessi eiginleiki sagnanna er eitt af því fjölmarga sem ljær þeim þá sérstöðu sem skrif Murakami þykja hafa. Segja má að sögur hans einkennist helst af því sem ekki er tjáð beint, heldur dylst undir yfirborðinu og óbeint í orðunum. Texti íslensku þýðingarinnar, sem mér er tjáð að sé unninn úr enskri þýðingu viðurkenndri af rithöfundinum sjálfum, hlýtur að endurskapast gegnum svo flókið þýðingarferli, svo ekki sé minnst á úr hversu ólíkum heimi frumtextinn er sprottinn. Þýðing Ugga er hrein og öguð, næstum hnökralaus. Það er helst þá að lesandinn staldri við sérjapönsk fyrirbæri - það er alltaf dálítið skrítið að lesa um niðursoðinn kolkrabba eð eitthvað slíkt á íslensku, en það kemur ekki að sök, heldur eykur ánægjulega á ævintýrablæinn. Þótt sögurnar séu augljóslega merkingarþrungnari hinum japanska lesanda frumtextans þegar kemur að svo einföldum hlutum eins og staðháttum til dæmis, þá rýrir það ekki gildi íslensku útgáfunnar, því að í gegnum yfirborð smásagna Murakami birtist sammannlegur raunveruleiki er persónurnar takast á við nafnlausa en þekkjanlega drauga fortíðar.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar