Hr. Ibrahim og blóm Kóransins
Út er komin bókin Hr. Ibrahim og blóm Kóransins í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttir í Neon-bókaklúbbnum hjá Bjarti. Bókin er sú fyrsta í þríleik eftir Eric-Emmanuel Schmitt um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi.
Eric-Emmanuel Schmitt fæddist árið 1960 í Lyon í Frakklandi. Samhliða menntaskólanámi stundaði hann tónlistarnám af kappi og að menntaskólaprófinu loknu nam hann heimspeki við hinn virta háskóla Ecole normale supérieure í París. Hann hlaut doktorsgráðu árið 1987. Fyrsta leikrit hans, Don Juan fyrir rétti, var sýnt árið 1991. Árið 1993 var leikrit hans, Gesturinn, frumsýnt. Það hlaut fjölda verðlauna og markaði upphaf af glæstum ferli Schmitt.
Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er ekki löng bók, reyndar er hún svo stutt að hægt er að fara með hana á klósettið og klára á góðum tíma í stað þess að lesa þar misvonda bakþanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu eða eitthvað þvíumlíkt.
Sagan fjallar um 11 ára dreng, Móse, og samskipti hans við kaupmann, mellur og föður sinn, sem er lögfræðingur. Faðir hans er fátækur og lætur drenginn kaupa inn og elda fyrir sig. Móse reynir að spara þann pening sem hann á með því að láta föður sinn borða hundamat í stað venjulegs kjötbúðings og með því að stela frá kaupmanni nokkrum. Hann hættir að stela þegar Brigitte Bardot kemur í búð kaupmannsins og kaupir þar vörur á uppsprengdu verði, sem verður til þess að vinátta tekst á milli kaupmannsins og Móse, sem kaupmaðurinn kallar reyndar Mómó.
Sagan er skemmtileg og hugljúf þar sem vinátta gamla kaupmannsins og Móse skín í gegn. Bókin rennur því léttilega sitt skeið, enda eins og áður segir ekki ýkja löng.
Þegar Móse varð 11 ára braut hann sparigrísinn sinn og heimsótti mellurnar. Umfjöllun um vændiskonur hefur að nokkru leyti farið fyrir brjóstið á sumum gagnrýnendum bókarinnar, sem telja hinn rauða þráð hennar vera kvenfyrirlitningu. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að telja hana viðhalda misrétti kynjanna með óbeinum skilaboðum sínum. Sú staðreynd að til séu konur, sem selja líkama sinn og kallaðar eru mellur, getur ekki og á ekki að koma í veg fyrir að fjallað sé um þær í bókmenntum. Þá er einnig fráleitt að gera þá kröfu til þeirra sem ætla að fjalla um slíkt efni í bókum sínum að gera það á neikvæðan hátt, eins og til dæmis gerð er krafa um í 3. tl. 3. mgr. 7. gr. tóbaksvarnarlaga. Á að takmarka tjáningarfrelsið til þess að gæta jafnrar stöðu karla og kvenna í ræðu og riti?
Þetta vefrit yrði þá, með sama hætti og bókaútgáfan Bjartur, sökuð um kynjamisrétti og um að vera gamaldags í jafnréttismálum, þar sem meirihluti þeirra sem skrifa í það eru karlkyns. Þeir sem hvað harðast ganga í slíkri „jafnréttisbaráttu“ myndu jafnvel reyna að koma í veg fyrir útgáfu ritsins uns hlutföll kynjanna hafi verið leiðrétt. Það er nú einfaldlega þannig að hugsandi fólk í dag kærir sig kollótt um það af hvaða kyni einstaklingur er. Það eina sem máli skiptir er hvað hann getur.
Eric-Emmanuel Schmitt fæddist árið 1960 í Lyon í Frakklandi. Samhliða menntaskólanámi stundaði hann tónlistarnám af kappi og að menntaskólaprófinu loknu nam hann heimspeki við hinn virta háskóla Ecole normale supérieure í París. Hann hlaut doktorsgráðu árið 1987. Fyrsta leikrit hans, Don Juan fyrir rétti, var sýnt árið 1991. Árið 1993 var leikrit hans, Gesturinn, frumsýnt. Það hlaut fjölda verðlauna og markaði upphaf af glæstum ferli Schmitt.
Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er ekki löng bók, reyndar er hún svo stutt að hægt er að fara með hana á klósettið og klára á góðum tíma í stað þess að lesa þar misvonda bakþanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu eða eitthvað þvíumlíkt.
Sagan fjallar um 11 ára dreng, Móse, og samskipti hans við kaupmann, mellur og föður sinn, sem er lögfræðingur. Faðir hans er fátækur og lætur drenginn kaupa inn og elda fyrir sig. Móse reynir að spara þann pening sem hann á með því að láta föður sinn borða hundamat í stað venjulegs kjötbúðings og með því að stela frá kaupmanni nokkrum. Hann hættir að stela þegar Brigitte Bardot kemur í búð kaupmannsins og kaupir þar vörur á uppsprengdu verði, sem verður til þess að vinátta tekst á milli kaupmannsins og Móse, sem kaupmaðurinn kallar reyndar Mómó.
Sagan er skemmtileg og hugljúf þar sem vinátta gamla kaupmannsins og Móse skín í gegn. Bókin rennur því léttilega sitt skeið, enda eins og áður segir ekki ýkja löng.
Þegar Móse varð 11 ára braut hann sparigrísinn sinn og heimsótti mellurnar. Umfjöllun um vændiskonur hefur að nokkru leyti farið fyrir brjóstið á sumum gagnrýnendum bókarinnar, sem telja hinn rauða þráð hennar vera kvenfyrirlitningu. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að telja hana viðhalda misrétti kynjanna með óbeinum skilaboðum sínum. Sú staðreynd að til séu konur, sem selja líkama sinn og kallaðar eru mellur, getur ekki og á ekki að koma í veg fyrir að fjallað sé um þær í bókmenntum. Þá er einnig fráleitt að gera þá kröfu til þeirra sem ætla að fjalla um slíkt efni í bókum sínum að gera það á neikvæðan hátt, eins og til dæmis gerð er krafa um í 3. tl. 3. mgr. 7. gr. tóbaksvarnarlaga. Á að takmarka tjáningarfrelsið til þess að gæta jafnrar stöðu karla og kvenna í ræðu og riti?
Þetta vefrit yrði þá, með sama hætti og bókaútgáfan Bjartur, sökuð um kynjamisrétti og um að vera gamaldags í jafnréttismálum, þar sem meirihluti þeirra sem skrifa í það eru karlkyns. Þeir sem hvað harðast ganga í slíkri „jafnréttisbaráttu“ myndu jafnvel reyna að koma í veg fyrir útgáfu ritsins uns hlutföll kynjanna hafi verið leiðrétt. Það er nú einfaldlega þannig að hugsandi fólk í dag kærir sig kollótt um það af hvaða kyni einstaklingur er. Það eina sem máli skiptir er hvað hann getur.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar