Að sjá til þín maður
Sá merki atburður gerðist í lok vetrar 2003 að Leikfélag Hafnarfjarðar var endurlífgað eftir nokkurra ára dvöl. Á því eina og hálfa ári sem liðin eru frá endurreisninni hafa sex leikrit verið sett á fjalirnar og verður það að teljast góður árangur. Þessa dagana standa yfir sýningar á leikritinu Að sjá til þín maður (Mensch Meier) eftir þýska leikskáldið Franz Xaver Kroetz. Leikstjóri er edduverðlaunahafinn Gunnar B. Guðmundsson og með helstu hlutverk fara Guðmundur L. Þorvaldsson, Sara Blandon og Jón Stefán Sigurðsson.
Að sjá til þín maður var skrifað á áttunda áratugnum og fyrst sett á svið 1978. Það er ágætur vitnisburður um áherslurnar í þýsku nýbylgjunni sem þá var í algleymingi, einkum í kvikmyndum manna á borð við Fassbinder og Herzog. Í upprunalegri gerð er leikritið hráslagalegt og gætt hneykslandi atburðum á borð við nekt, samfarir, sjálfsfróun og ofbeldi, en aðeins eitt af ofantöldu kemur fyrir í uppfærslu Leikfélags Hafnfirðinga. Verkið greinir frá lágstéttarfjölskyldu, húsmóður, verkamanni og atvinnulausum og tómlátum syni þeirra. Íslenska þýðingin á titli verksins virðist benda til þess að sonurinn sé aðalpersónan, en í rauninni er faðirinn mun veigameiri. Faðirinn er sú persóna verksins sem vekur áhorfandann til umhugsunar um grundvallarspurninguna: Hvað eru verðmæti?
Verðmætamat föðurins er brenglað að því leyti að hann er uppteknari af smáglingri heldur en tengslunum við fjölskyldu sína. Líf hans einkennist umfram allt af skorti sem er táknaður með kúlupennanum sem hann hefur lánað yfirmanni sínum, en þorir ekki að biðja um að fá til baka. Honum býður við hreyfingarleysinu og sljóleikanum í umhverfi sínu og eina hreyfingin sem hann hefur í lífi sínu er þegar hann stendur við færibandið í vinnunni. Flugdrekasmíðar eru hans helsta áhugamál, en flugdrekinn er lykiltákn í leikritinu: „Það er auðvelt að vera frjáls þarna uppi,“ segir faðirinn þegar hann horfir á gripinn sinn svífa í háloftunum. Honum lætur vel að stjórna flugdrekum úr fjarlægð, en hefur enga stjórn á einkalífi sínu og nánasta umhverfi.
Móðirin er upptekin af sínum brostnu vonum en reynir að halda í þá blekkingu að líf hennar sé engu síðra en það hefði orðið ef allt hefði farið eins og foreldrar hennar ætluðu, en þau afneituðu henni ungri fyrir að giftast verkamanni. Hún er blind á þá þversögn að sjálf er hún komin í sömu stöðu og foreldrar hennar þegar hún leyfir syni sínum ekki að hafa full yfirráð yfir eigin lífi. Sonurinn er iðjulaus og virðist sneyddur þeirri litlu von sem foreldrar hans þó hafa um betra líf.
Þetta litla leikrit er heldur bitlaust sem lýsing á ófremdarástandi, a.m.k. í þeirri mynd sem Leikfélag Hafnarfjarðar birtir okkur það. Leikhópurinn virtist ekki tengja sig fullkomlega við karakterana. Guðmundur er sýnu skemmtilegastur sem hinn veruleikafirrti verkamaður. Senan þar sem hann rifjar upp hvað allt kostaði á veitingahúsinu þar sem hann bauð fjölskyldu sinni út að borða fangar mjög vel kjarna persónunnar; hann getur ekki notið lífsins, sama hvað hann reynir. Leikur Söru er skammlaus en túlkunin dugar ekki alveg til í tilfinningaþrungnustu senunum, t.a.m. vendipunkti verksins þar sem hún horfir upp á eiginmann sinn skipa syninum að afklæðast. Hlutverk hinnar passífu húsmóður er trúlega frekar erfitt viðfangs frá sjónarhóli leikstjórans, og því er eins og hún verði út undan. Jón Stefán er langt frá sínu besta, hann virtist reyna að daðra bæði við hlutverk hins þögla iðjuleysinga og hins reiða uppreisnarmanns, og útkoman er óákveðin eftir því. Fjórir aukaleikarar koma fram í nokkrum atriðum sem ætlað er að gefa tilfinningu fyrir samfélaginu utan heimilisins. Þessi atriði voru að mínum dómi helsti styrkur sýningarinnar, skemmtileg lausn á annars fremur þurrlegum texta.
Útkoman verður lágmælt og hófstillt, og leikurinn hæfir því – enda er hann að mestu laus við öfgar. Leikmyndin kallaðist skemmtilega á við rætur verksins, brúnt, gult og appelsínugult veggfóður, köflóttur dúkur á borði og tekkhúsgögn sköpuðu andrúmsloft verkamannaheimilis á 8. áratugnum.
Þótt Leikfélag Hafnarfjarðar hitti ekki alveg í mark með þessu verki er full ástæða til að veita hópnum athygli, enda er hann virkasta áhugaleiksmiðja landsins þessi misserin. Í þessum hópi er mikið af hæfileikafólki sem gæti átt eftir að búa til mjög flotta sýningu áður en langt er liðið.
Að sjá til þín maður er sýnt í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði. Þrjár sýningar eru eftir á verkinu. Þær eru:
Föstudaginn 12. nóvember kl. 20:00
Föstudaginn 19. nóvember kl. 20:00
Sunnudaginn 21. nóvember kl. 20:00
Að sjá til þín maður var skrifað á áttunda áratugnum og fyrst sett á svið 1978. Það er ágætur vitnisburður um áherslurnar í þýsku nýbylgjunni sem þá var í algleymingi, einkum í kvikmyndum manna á borð við Fassbinder og Herzog. Í upprunalegri gerð er leikritið hráslagalegt og gætt hneykslandi atburðum á borð við nekt, samfarir, sjálfsfróun og ofbeldi, en aðeins eitt af ofantöldu kemur fyrir í uppfærslu Leikfélags Hafnfirðinga. Verkið greinir frá lágstéttarfjölskyldu, húsmóður, verkamanni og atvinnulausum og tómlátum syni þeirra. Íslenska þýðingin á titli verksins virðist benda til þess að sonurinn sé aðalpersónan, en í rauninni er faðirinn mun veigameiri. Faðirinn er sú persóna verksins sem vekur áhorfandann til umhugsunar um grundvallarspurninguna: Hvað eru verðmæti?
Verðmætamat föðurins er brenglað að því leyti að hann er uppteknari af smáglingri heldur en tengslunum við fjölskyldu sína. Líf hans einkennist umfram allt af skorti sem er táknaður með kúlupennanum sem hann hefur lánað yfirmanni sínum, en þorir ekki að biðja um að fá til baka. Honum býður við hreyfingarleysinu og sljóleikanum í umhverfi sínu og eina hreyfingin sem hann hefur í lífi sínu er þegar hann stendur við færibandið í vinnunni. Flugdrekasmíðar eru hans helsta áhugamál, en flugdrekinn er lykiltákn í leikritinu: „Það er auðvelt að vera frjáls þarna uppi,“ segir faðirinn þegar hann horfir á gripinn sinn svífa í háloftunum. Honum lætur vel að stjórna flugdrekum úr fjarlægð, en hefur enga stjórn á einkalífi sínu og nánasta umhverfi.
Móðirin er upptekin af sínum brostnu vonum en reynir að halda í þá blekkingu að líf hennar sé engu síðra en það hefði orðið ef allt hefði farið eins og foreldrar hennar ætluðu, en þau afneituðu henni ungri fyrir að giftast verkamanni. Hún er blind á þá þversögn að sjálf er hún komin í sömu stöðu og foreldrar hennar þegar hún leyfir syni sínum ekki að hafa full yfirráð yfir eigin lífi. Sonurinn er iðjulaus og virðist sneyddur þeirri litlu von sem foreldrar hans þó hafa um betra líf.
Þetta litla leikrit er heldur bitlaust sem lýsing á ófremdarástandi, a.m.k. í þeirri mynd sem Leikfélag Hafnarfjarðar birtir okkur það. Leikhópurinn virtist ekki tengja sig fullkomlega við karakterana. Guðmundur er sýnu skemmtilegastur sem hinn veruleikafirrti verkamaður. Senan þar sem hann rifjar upp hvað allt kostaði á veitingahúsinu þar sem hann bauð fjölskyldu sinni út að borða fangar mjög vel kjarna persónunnar; hann getur ekki notið lífsins, sama hvað hann reynir. Leikur Söru er skammlaus en túlkunin dugar ekki alveg til í tilfinningaþrungnustu senunum, t.a.m. vendipunkti verksins þar sem hún horfir upp á eiginmann sinn skipa syninum að afklæðast. Hlutverk hinnar passífu húsmóður er trúlega frekar erfitt viðfangs frá sjónarhóli leikstjórans, og því er eins og hún verði út undan. Jón Stefán er langt frá sínu besta, hann virtist reyna að daðra bæði við hlutverk hins þögla iðjuleysinga og hins reiða uppreisnarmanns, og útkoman er óákveðin eftir því. Fjórir aukaleikarar koma fram í nokkrum atriðum sem ætlað er að gefa tilfinningu fyrir samfélaginu utan heimilisins. Þessi atriði voru að mínum dómi helsti styrkur sýningarinnar, skemmtileg lausn á annars fremur þurrlegum texta.
Útkoman verður lágmælt og hófstillt, og leikurinn hæfir því – enda er hann að mestu laus við öfgar. Leikmyndin kallaðist skemmtilega á við rætur verksins, brúnt, gult og appelsínugult veggfóður, köflóttur dúkur á borði og tekkhúsgögn sköpuðu andrúmsloft verkamannaheimilis á 8. áratugnum.
Þótt Leikfélag Hafnarfjarðar hitti ekki alveg í mark með þessu verki er full ástæða til að veita hópnum athygli, enda er hann virkasta áhugaleiksmiðja landsins þessi misserin. Í þessum hópi er mikið af hæfileikafólki sem gæti átt eftir að búa til mjög flotta sýningu áður en langt er liðið.
Að sjá til þín maður er sýnt í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði. Þrjár sýningar eru eftir á verkinu. Þær eru:
Föstudaginn 12. nóvember kl. 20:00
Föstudaginn 19. nóvember kl. 20:00
Sunnudaginn 21. nóvember kl. 20:00
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar