fimmtudagur, október 28

Þekking af þrennu tagi

HöfundurSigurður Nordal taldi þekkingu vera af þrennu tagi.

„Sum er notagild, nauðsynleg sérþekking til þess að vinna fyrir sér. Önnur hefur einungis venjugildi: Menn verða að vita það sem allir vita til þess að vera ekki eins og álfar út úr hól í samtölum, geta lesið blöð og bækur. Oft er þessi þekking skelin tóm eða reykur af réttunum ... Loks er sú þekking sem er sjálfgild: Þess efnis og svo numin að menn vitkast og vaxa af henni. Frá því sjónarmiði er meira um vert að hafa lesið eina bók að gagni en kunna fjölda tómra titla, betra að vita rækilega um aðal og starf eins merkismanns en nöfn og nakin æviatriði tuga manna. Og það er alls ekki víst að jafnan sé þroskavænlegast að kynnast því sem tískan hefur gert fleygast.“