Einar Ben er einstakur að mati dr. Patrick Guelpa
Franski fræðimaðurinn dr. Patrick Guelpa gaf út bók um Einar Benediktsson fyrir tæpu ári síðan. Að mati Guelpa er enginn eins og Einar Ben og hann hefur til dæmis látið eftirfarandi ummæli falla:
„Frakkar sjá kannski ekki ennþá hve stór rithöfundur hann var, en í þá eyðu ætti bók mín að fylla að einhverju leyti. Prúðmennskan og andríkið, nánd við alþýðu manna, örlæti og margt fleira einkenndi líf Einars og störf. Hann fer ekki troðnar slóðir í skáldskap sínum, og það er einmitt eitt mesta sérkenni hans. Einar klæddi hugmyndir sínar og tilfinningar óvenjulegum táknmyndum. Þetta þótti mér bestu ástæðurnar fyrir því að kynna hann Frökkum. Það er ómaksins vert að koma Einari Benediktssyni til vegs hér í Frakklandi.“
„Einar Benediktsson var margþættur persónuleiki. Hann velti vöngum yfir öllu því sem hann taldi geta orðið þjóð sinni til góðs. Hann vildi til dæmis skipa Íslendingum á bekk með iðnvæddum þjóðum. Hann átti sér marga drauma, en var þó samtímis mikill athafnamaður og gerði allt til að hugsjónir hans fengju að rætast. Hann vildi koma fátæku landi sínu að gagni með því að útvega erlent fjármagn. Hann trúði á auðvaldshagkerfið til að gera Ísland að nútímaríki. Hann stríddi ávallt við mótlæti, smámunarsemi og einangrun, enda er slíkt alloft hlutskipti snillinga.“
„Það sem ég tel að muni mest höfða til Frakka í skáldskap Einars er ást hans á frelsi og sjálfstæði, en líka stórmennska hans og þetta samspil athafnamanns og skálds í einum manni. Einar fellur Frökkum líka vel í geð fyrir þrána í fari hans, hann er stöðugt að setja sjálfum sér hærri mörk í lífinu.“
„Frakkar sjá kannski ekki ennþá hve stór rithöfundur hann var, en í þá eyðu ætti bók mín að fylla að einhverju leyti. Prúðmennskan og andríkið, nánd við alþýðu manna, örlæti og margt fleira einkenndi líf Einars og störf. Hann fer ekki troðnar slóðir í skáldskap sínum, og það er einmitt eitt mesta sérkenni hans. Einar klæddi hugmyndir sínar og tilfinningar óvenjulegum táknmyndum. Þetta þótti mér bestu ástæðurnar fyrir því að kynna hann Frökkum. Það er ómaksins vert að koma Einari Benediktssyni til vegs hér í Frakklandi.“
„Einar Benediktsson var margþættur persónuleiki. Hann velti vöngum yfir öllu því sem hann taldi geta orðið þjóð sinni til góðs. Hann vildi til dæmis skipa Íslendingum á bekk með iðnvæddum þjóðum. Hann átti sér marga drauma, en var þó samtímis mikill athafnamaður og gerði allt til að hugsjónir hans fengju að rætast. Hann vildi koma fátæku landi sínu að gagni með því að útvega erlent fjármagn. Hann trúði á auðvaldshagkerfið til að gera Ísland að nútímaríki. Hann stríddi ávallt við mótlæti, smámunarsemi og einangrun, enda er slíkt alloft hlutskipti snillinga.“
„Það sem ég tel að muni mest höfða til Frakka í skáldskap Einars er ást hans á frelsi og sjálfstæði, en líka stórmennska hans og þetta samspil athafnamanns og skálds í einum manni. Einar fellur Frökkum líka vel í geð fyrir þrána í fari hans, hann er stöðugt að setja sjálfum sér hærri mörk í lífinu.“
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar