Blindsker
Þegar Óli Palli var með opið fyrir símann í Popplandi á mánudaginn hringdi þangað maður sem vildi ekki fá óskalag. Hann hringdi bara af því að hann varð að þakka fyrir sig; um helgina hafði hann séð Blindsker í bíó. Hann gat vart á heilum sér tekið af hrifningu og þakkaði Óla Palla fyrir það mikla starf sem hann hefði unnið í þágu lands og þjóðar með þessari mynd. Var krafinn um óskalag en vildi ekki heyra á slíkt minnst. Tilfinningarnar sem bærðust í röddinni minntu á heittrúaðan kaþólikka sem fær áheyrn hjá páfa. Óli Palli varð að skella á hann að lokum til að geta haldið þættinum gangandi.
Þegar ég labbaði út af myndinni skildi ég hvernig þessum manni hafði liðið. Blindsker er sannkölluð veisla fyrir sjón og heyrn. Óli Palli er að vísu ekki eini maðurinn á bak við hana, hún er framleidd af kvikmyndafyrirtækinu Poppoli þar sem fóstbræðurnir Ólafur Jóhannesson (leikstjórn) og Ragnar Santos (kvikmyndataka) ráða ríkjum. Þeir eru flinkir strákar sem hafa gert allmargar stuttmyndir og sjónvarpsmyndir saman. Á þessu ári hafa þeir einnig barist ötullega gegn spillingu í styrkjakerfi íslenskrar kvikmyndagerðar með því að þjarma að Hrafni Gunnlaugssyni.
Blindsker er mynd um tónlistarmann sem hefur gert um 50 plötur á ferli sínum og því viðbúið að yfirferðin sé stiklukennd að miklu leyti. Sá kostur er tekinn í myndinni að dvelja ekki við hverja og eina plötu fyrir sig heldur reyna að draga upp heildarmynd af manninum Bubba Morthens og viðburðaríkri ævi hans. Blindsker er ekki gangrýnin úrvinnsla á verkum listamanns heldur ævisöguleg frásögn. Frásagnaraðferðin er þétt og samfelld. Þegar best tekst upp birta myndefnið annars vegar og hljóðrásin hins vegar tvo vinkla á sama hlutinn svo að hver sekúnda er fullnýtt.
Ferill Bubba er svo stór að kvikmynd eins og þessi getur bara birt manni eina útgáfu af honum. Það væri auðvitað hægt að tína til ýmislegt sem vantaði: Ég nefni sem dæmi umræðu spekinga á borð við Jónatan Garðarsson og Dr. Gunna um einstakar plötur. Ég saknaði þess líka að sjá ítarlegri útlistun á tónlistarlegum rótum Bubba og hans helstu áhrifavöldum (Woody Guthrie, Leadbelly, Bob Dylan eða Megasi). En þetta eru vissulega hártoganir, enda virkar myndin þrælvel sem heild. Sum myndskeiðin eru ómetanleg: Bubbi og Megas í þykjustuleik í þættinum hjá Hemma Gunn, Bjöggi Halldórs þegar hann fær að heyra að Bubbi sakar hann um metnaðarleysi, Gvendur jaki í Dagsbrúnarafmælinu, Bubbi og Ómar að lýsa boxinu, o.fl. o.fl.
Blindsker er nútímaleg mynd, gerð með ferskum og frumlegum aðferðum. Myndefnið er meira en bara myndskreyting eins og oft er raunin hjá fúskurum í faginu – það er sjálfstæður texti. Myndin hefur því oft mörg merkingarlög og er í alla staði fagmannlega unnin. Helsti styrkur myndarinnar er þó auðvitað aðalsöguhetjan sjálf sem fer á kostum í umræðu um líf sitt í fortíð og nútíð. Blindsker er vonandi til marks um áframhaldandi velmegunarskeið í íslenskri heimildarmyndagerð – væri ekki ráð að taka Megas fyrir næst?
Þegar ég labbaði út af myndinni skildi ég hvernig þessum manni hafði liðið. Blindsker er sannkölluð veisla fyrir sjón og heyrn. Óli Palli er að vísu ekki eini maðurinn á bak við hana, hún er framleidd af kvikmyndafyrirtækinu Poppoli þar sem fóstbræðurnir Ólafur Jóhannesson (leikstjórn) og Ragnar Santos (kvikmyndataka) ráða ríkjum. Þeir eru flinkir strákar sem hafa gert allmargar stuttmyndir og sjónvarpsmyndir saman. Á þessu ári hafa þeir einnig barist ötullega gegn spillingu í styrkjakerfi íslenskrar kvikmyndagerðar með því að þjarma að Hrafni Gunnlaugssyni.
Blindsker er mynd um tónlistarmann sem hefur gert um 50 plötur á ferli sínum og því viðbúið að yfirferðin sé stiklukennd að miklu leyti. Sá kostur er tekinn í myndinni að dvelja ekki við hverja og eina plötu fyrir sig heldur reyna að draga upp heildarmynd af manninum Bubba Morthens og viðburðaríkri ævi hans. Blindsker er ekki gangrýnin úrvinnsla á verkum listamanns heldur ævisöguleg frásögn. Frásagnaraðferðin er þétt og samfelld. Þegar best tekst upp birta myndefnið annars vegar og hljóðrásin hins vegar tvo vinkla á sama hlutinn svo að hver sekúnda er fullnýtt.
Ferill Bubba er svo stór að kvikmynd eins og þessi getur bara birt manni eina útgáfu af honum. Það væri auðvitað hægt að tína til ýmislegt sem vantaði: Ég nefni sem dæmi umræðu spekinga á borð við Jónatan Garðarsson og Dr. Gunna um einstakar plötur. Ég saknaði þess líka að sjá ítarlegri útlistun á tónlistarlegum rótum Bubba og hans helstu áhrifavöldum (Woody Guthrie, Leadbelly, Bob Dylan eða Megasi). En þetta eru vissulega hártoganir, enda virkar myndin þrælvel sem heild. Sum myndskeiðin eru ómetanleg: Bubbi og Megas í þykjustuleik í þættinum hjá Hemma Gunn, Bjöggi Halldórs þegar hann fær að heyra að Bubbi sakar hann um metnaðarleysi, Gvendur jaki í Dagsbrúnarafmælinu, Bubbi og Ómar að lýsa boxinu, o.fl. o.fl.
Blindsker er nútímaleg mynd, gerð með ferskum og frumlegum aðferðum. Myndefnið er meira en bara myndskreyting eins og oft er raunin hjá fúskurum í faginu – það er sjálfstæður texti. Myndin hefur því oft mörg merkingarlög og er í alla staði fagmannlega unnin. Helsti styrkur myndarinnar er þó auðvitað aðalsöguhetjan sjálf sem fer á kostum í umræðu um líf sitt í fortíð og nútíð. Blindsker er vonandi til marks um áframhaldandi velmegunarskeið í íslenskri heimildarmyndagerð – væri ekki ráð að taka Megas fyrir næst?
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar