Elfriede Jelinek fær bókmenntaverðlaun Nóbels
Austurríska skáldkonan Elfriede Jelinek hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.
Elfriede Jelinek fæddist árið 1946. Hennar frægustu skáldsögur eru Die Liebhaberinnen, sem kom út árið 1975, Die Ausgesperrten, sem kom út árið 1980 og Die Klavierspielerin, sem kom út 1983.
Í tilkynningu Nóbelsakademíunnar kemur fram að í bókum Jelinek sé „dregin upp mynd af miskunnarlausum heimi þar sem lesandinn er kynntur fyrir niðurnjörfaðri skipan ofbeldis og auðsveipni, veiðimanni og bráð“.
Elfriede Jelinek fæddist árið 1946. Hennar frægustu skáldsögur eru Die Liebhaberinnen, sem kom út árið 1975, Die Ausgesperrten, sem kom út árið 1980 og Die Klavierspielerin, sem kom út 1983.
Í tilkynningu Nóbelsakademíunnar kemur fram að í bókum Jelinek sé „dregin upp mynd af miskunnarlausum heimi þar sem lesandinn er kynntur fyrir niðurnjörfaðri skipan ofbeldis og auðsveipni, veiðimanni og bráð“.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar