Velkomin í Skýjaborgir
Skýjaborgir eru tileinkaðar Einari Benediktssyni, skáldi, og munum við í tíma og ótíma birta kvæði eftir hann. Kvæði Einars eru oft æði þung og torskilin. Til þess að opna dyrnar að Einari mælir ritstjórn Skýjaborga með fjórum lyklum:
* Algyðistrú: Kvæði Einars eru full af trúarheimspeki og ómögulegt er að skilja þau til hlítar án skilnings á slíkri heimspeki. Bókin Mátturinn í núinu (e. Power of Now) eftir Eckhart Tolle er til dæmis lykill að fullum skilningi á ljóðlínum á borð við: Eilífðin sjálf hún er alein til / Vor eiginn tími er villa og draumur (úr Einræðum Starkaðar).
* Verk Henriks Ibsens: Einar eyddi drjúgum tíma í að þýða Pétur Gaut eftir Ibsen. Til þess að komast inn í hugarheim Einars er gagnlegt að kynna sér verk hins norska rithöfundar.
* Veikindi Einars: Einar var oft heilsutæpur og þegar hann var rúmlega tvítugur var honum vart hugað líf í langan tíma. Slík reynsla hefur djúp áhrif á fólk.
* Sólborgarmálið: Málið var rifjað upp fyrir nokkrum árum í tilefni af sýningu hinnar umdeildu myndar Dómsdagur. Dauði Sólborgar Jónsdóttur, aðdragandi hans og eftirköst, áttu eftir að gera Einar svo myrkfælinn að hann gat aldrei verið einn. Sólborgarmálið fylgdi Einari alltaf og hafði mikil áhrif á hann.
Þegar Einar Benediktsson hafði loksins lokið laganámi sínu í Kaupmannahöfn leysti hann um nokkurt skeið föður sinn, Benedikt Sveinsson, af sem sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Þess var hins vegar ekki að vænta að Einar, sem var fullur af athafnaþrá og hugmyndum, sætti sig við að vera lengi í skjóli föður síns. Hann vildi standa á eigin fótum og freista gæfunnar – og orti kvæðið Undir stjörnum, sem inniheldur eftirfarandi erindi:
Heyr mig, lát mig lífið finna,
læs mér öll hin dimmu þil.
Gef mér stríð – og styrk að vinna,
stjarna drottning óska minna.
Ég vil hafa hærra spil,
hætta því sem ég á til.
Bráðum slær í faldafeykinn, –
forlög vitrast gegnum reykinn.
Alls má freista. Eitt ég vil.
Upp með taflið. – Ég á leikinn.
Eitthvað gerðist í huga Einars um þetta leyti og segja má að allt hans líf markist af þeim anda sem greip hann þá. Þeim anda sem ofangreint erindi lýsir. Því er ekki tilviljun að erindið hafi verið flutt við stofnun Skýjaborga og að ljóðlínur þess séu einkunnarorð vefritsins.
Á íslenskum skóm
Þegar Halldór Laxness var ungur maður, sem ætlaði að sigra heiminn, páraði hann litla vísu á blað:
Ég ætla að tala við kónginn í Kína
og kanski við páfann í Róm.
Og hvort sem það verður til falls eða frægðar
þá fer ég á íslenskum skóm.
Það er ekki á prjónunum hjá ritstjórn Skýjaborga að tala við æðsta valdamann Kínverja eða páfann í Róm. Við tökum hins vegar heilshugar undir þá stefnumörkun sem felst í síðari helmingi vísunnar. Íslensk tunga verður því í hávegum höfð.
Tilgangur
Það er einkenni hinna pólitísku vefrita að fjalla um form, það er að segja hvernig form samfélagsins eigi að verða. Þau fjalla hins vegar lítið um efni, þar á meðal alla þá dásamlegu og frábæru hluti, sem eiga sér stað í núverandi samfélagsformi. Í Skýjaborgum verður aðallega karpað um efni í þeim skilningi, en lítið um form.
Í formála Íslenskrar menningar segir Sigurður Nordal:
„Öll tækni og þægindi nútímans eru vanmáttug, ef heimtað er af þeim að framleiða spámenn spekinga, skáld og göfugmenni, sem standi Kristi, Platón, Shakespeare og Spinoza að því skapi framar sem aðbúnaður manna hefur batnað. Enginn skyldi örvænta, að mannkynið eignist enn jafningja þeirra. En það verður ekki fyrir efnalegar framfarir einar saman, heldur nýjar og máttugar andlegar hreifingar.“
Sigurður er að segja okkur að tækni og þægindi skilji ekkert eftir sig í sjálfu sér. Efnaleg velmegun minnkar óhamingju fólks og skapar gott umhverfi til að fólk geti þjálfað hæfileika sína, sér og öðrum til heilla. En meira þarf til byltingarkenndra uppgötvana í vísindum og meira þarf til sköpunar einstakra listaverka.
Tilgangur Skýjaborga er ekki svo háleitur og magnaður að vera grundvöllur nýrrar og máttugrar andlegrar hreyfingar, heldur er tilgangurinn einungis að fjalla um menningu, listir og fræði á þann hátt sem okkur líkar. En vonandi verður eitthvað sem birtist á ritinu einhverjum innblástur og örvun til sköpunar.
* Algyðistrú: Kvæði Einars eru full af trúarheimspeki og ómögulegt er að skilja þau til hlítar án skilnings á slíkri heimspeki. Bókin Mátturinn í núinu (e. Power of Now) eftir Eckhart Tolle er til dæmis lykill að fullum skilningi á ljóðlínum á borð við: Eilífðin sjálf hún er alein til / Vor eiginn tími er villa og draumur (úr Einræðum Starkaðar).
* Verk Henriks Ibsens: Einar eyddi drjúgum tíma í að þýða Pétur Gaut eftir Ibsen. Til þess að komast inn í hugarheim Einars er gagnlegt að kynna sér verk hins norska rithöfundar.
* Veikindi Einars: Einar var oft heilsutæpur og þegar hann var rúmlega tvítugur var honum vart hugað líf í langan tíma. Slík reynsla hefur djúp áhrif á fólk.
* Sólborgarmálið: Málið var rifjað upp fyrir nokkrum árum í tilefni af sýningu hinnar umdeildu myndar Dómsdagur. Dauði Sólborgar Jónsdóttur, aðdragandi hans og eftirköst, áttu eftir að gera Einar svo myrkfælinn að hann gat aldrei verið einn. Sólborgarmálið fylgdi Einari alltaf og hafði mikil áhrif á hann.
Þegar Einar Benediktsson hafði loksins lokið laganámi sínu í Kaupmannahöfn leysti hann um nokkurt skeið föður sinn, Benedikt Sveinsson, af sem sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Þess var hins vegar ekki að vænta að Einar, sem var fullur af athafnaþrá og hugmyndum, sætti sig við að vera lengi í skjóli föður síns. Hann vildi standa á eigin fótum og freista gæfunnar – og orti kvæðið Undir stjörnum, sem inniheldur eftirfarandi erindi:
Heyr mig, lát mig lífið finna,
læs mér öll hin dimmu þil.
Gef mér stríð – og styrk að vinna,
stjarna drottning óska minna.
Ég vil hafa hærra spil,
hætta því sem ég á til.
Bráðum slær í faldafeykinn, –
forlög vitrast gegnum reykinn.
Alls má freista. Eitt ég vil.
Upp með taflið. – Ég á leikinn.
Eitthvað gerðist í huga Einars um þetta leyti og segja má að allt hans líf markist af þeim anda sem greip hann þá. Þeim anda sem ofangreint erindi lýsir. Því er ekki tilviljun að erindið hafi verið flutt við stofnun Skýjaborga og að ljóðlínur þess séu einkunnarorð vefritsins.
Á íslenskum skóm
Þegar Halldór Laxness var ungur maður, sem ætlaði að sigra heiminn, páraði hann litla vísu á blað:
Ég ætla að tala við kónginn í Kína
og kanski við páfann í Róm.
Og hvort sem það verður til falls eða frægðar
þá fer ég á íslenskum skóm.
Það er ekki á prjónunum hjá ritstjórn Skýjaborga að tala við æðsta valdamann Kínverja eða páfann í Róm. Við tökum hins vegar heilshugar undir þá stefnumörkun sem felst í síðari helmingi vísunnar. Íslensk tunga verður því í hávegum höfð.
Tilgangur
Það er einkenni hinna pólitísku vefrita að fjalla um form, það er að segja hvernig form samfélagsins eigi að verða. Þau fjalla hins vegar lítið um efni, þar á meðal alla þá dásamlegu og frábæru hluti, sem eiga sér stað í núverandi samfélagsformi. Í Skýjaborgum verður aðallega karpað um efni í þeim skilningi, en lítið um form.
Í formála Íslenskrar menningar segir Sigurður Nordal:
„Öll tækni og þægindi nútímans eru vanmáttug, ef heimtað er af þeim að framleiða spámenn spekinga, skáld og göfugmenni, sem standi Kristi, Platón, Shakespeare og Spinoza að því skapi framar sem aðbúnaður manna hefur batnað. Enginn skyldi örvænta, að mannkynið eignist enn jafningja þeirra. En það verður ekki fyrir efnalegar framfarir einar saman, heldur nýjar og máttugar andlegar hreifingar.“
Sigurður er að segja okkur að tækni og þægindi skilji ekkert eftir sig í sjálfu sér. Efnaleg velmegun minnkar óhamingju fólks og skapar gott umhverfi til að fólk geti þjálfað hæfileika sína, sér og öðrum til heilla. En meira þarf til byltingarkenndra uppgötvana í vísindum og meira þarf til sköpunar einstakra listaverka.
Tilgangur Skýjaborga er ekki svo háleitur og magnaður að vera grundvöllur nýrrar og máttugrar andlegrar hreyfingar, heldur er tilgangurinn einungis að fjalla um menningu, listir og fræði á þann hátt sem okkur líkar. En vonandi verður eitthvað sem birtist á ritinu einhverjum innblástur og örvun til sköpunar.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar