Mungát
Kvæðið Mungát eftir Einar Benediktsson birtist í Hvömmum, sem kom út árið 1930.
Svo há og við er hjartans auða borg,
að hvergi kennir rjáfurs eða veggjar.
En leiti ég manns, ég lít um múgans torg;
þar lifir kraftur, sem minn vilja eggjar.
Hvað vita þessir menn um sælu og sorg,
er supu aldrei lífsins veig í dreggjar.
Ég þrái dýrra vín og nýja vini,
og vel mér sessunaut af Háva kyni.
Svo há og við er hjartans auða borg,
að hvergi kennir rjáfurs eða veggjar.
En leiti ég manns, ég lít um múgans torg;
þar lifir kraftur, sem minn vilja eggjar.
Hvað vita þessir menn um sælu og sorg,
er supu aldrei lífsins veig í dreggjar.
Ég þrái dýrra vín og nýja vini,
og vel mér sessunaut af Háva kyni.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar