Teningarnir
Teningarnir birtust í Hafbliki, sem er önnur ljóðabók Einars Benediktssonar og kom fyrst út árið 1906. Kvæðið endar á spurningu og er vægast sagt kynngimagnað.
Örlög velta á hending tveggja handa.
Hart slá nornir vef og þræði blanda.
Vefst í höggi hverju æfikafli,
hljótt þær leiknum stýra í duliðskufli,
grúfa yfir gróðaspilsins dufli,
gægjast inn í mannsins blinda anda.
Vissi hann af sínu eigin afli
æðri ráð hann hefði á lífsins tafli?
Menningar- vefritið Skýjaborgir hóf göngu sína 30. september 2004. Ritið er helgað 

<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar