sunnudagur, október 17

Skýjaferð

H?fundurKvæðið Skýjaferð eftir Einar Benediktsson birtist í bókinni Sögur og kvæði. Í Skýjaferð er rætt um „höll við ský [sem] hugur skapar“ og minnir sú setning óneitanlega á nafn þessa vefrits.

Létt og hratt,
í kátum klið,
klingir satt
og logið við.
Falla í hljóm
að fúsu eyra,
dauð orð tóm.
Dátt er að heyra.

Liggur sál
lúin undir
Hvellur mál,
hverfa stundir.
Styðjast staf
stolin svör,
skilur haf
hjarta og vör.

Feiga rót
feyskjan bítur,
himni mót
höfuð lítur.
Höll við ský
hugur skapar.
Moldu í
maðkur hrapar.