Ekkert er nýtt undir sólinni
„Er mælt hér eitt orð, sem ei fyr var kunnað?“ Þarf að segja eitthvað meira?
Fegursta ljóðið hefur verið ritað. Merkasta skáldsagan hefur verið lesin. Hví að reyna að endurtaka og umorða það sem áður hefur verið sagt og gert? Hví rembast menn ár eftir ár eins og rjúpa við staurinn við að endursegja, umorða og útþynna það sem áður hefur verið sagt af meiri færni? Af hverju taka rokkararnir okkar sig ekki saman um það að syngja ljóðin sem þjóðskáldin okkar kváðu? Allir vildu Lilju kveðið hafa sagði íslenskukennarinn minn í menntaskóla, en af hverju er Lilja ekki sungin.
Ég þarf ekki að yrkja um það sem brennur á mér, því að Einar Ben. hefur sagt allt sem segja þarf á svo stórkostlegan hátt. Orðum bundið mitt líf, mitt starf, mína hugsun, minn efa, mínar vangaveltur og fallvaltleika míns sjálfs mun betur en ég sjálfur nokkurn tíma gæti gert. Ég þarf því ekki að leita að orðum til að tjá mig, heldur þarf ég aðeins að fletta ljóðabókum Einars til að finna þar perlu sem á við. Að sjálfsögðu eiga fleiri en hann þakkir skildar, en maður verður að byrja á byrjuninni.
Fegursta ljóðið hefur verið ritað. Merkasta skáldsagan hefur verið lesin. Hví að reyna að endurtaka og umorða það sem áður hefur verið sagt og gert? Hví rembast menn ár eftir ár eins og rjúpa við staurinn við að endursegja, umorða og útþynna það sem áður hefur verið sagt af meiri færni? Af hverju taka rokkararnir okkar sig ekki saman um það að syngja ljóðin sem þjóðskáldin okkar kváðu? Allir vildu Lilju kveðið hafa sagði íslenskukennarinn minn í menntaskóla, en af hverju er Lilja ekki sungin.
Ég þarf ekki að yrkja um það sem brennur á mér, því að Einar Ben. hefur sagt allt sem segja þarf á svo stórkostlegan hátt. Orðum bundið mitt líf, mitt starf, mína hugsun, minn efa, mínar vangaveltur og fallvaltleika míns sjálfs mun betur en ég sjálfur nokkurn tíma gæti gert. Ég þarf því ekki að leita að orðum til að tjá mig, heldur þarf ég aðeins að fletta ljóðabókum Einars til að finna þar perlu sem á við. Að sjálfsögðu eiga fleiri en hann þakkir skildar, en maður verður að byrja á byrjuninni.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar