mánudagur, október 25

Kristján Albertsson 3

H?fundurÍ viðauka bókarinnar Kristján Albertsson - Margs er að minnast er birt kveðjuljóð Kristjáns til látins föður síns. Hann var aðeins fjórtán ára þegar hann kvað til pabba síns á líkbörunum:

Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá
og bleikt og fölt sé ennið, er kossi' þrýsti ég á.
Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst,
en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst.

Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig
þá lengst af finn ég huggun við minninguna' um þig.
Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit
og hreinni' bæði og ástríkari' en nokkur maður veit.

Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um þig,
en lengst af þessi hugsun mun fróa og gleðja mig.
Og lengi mun þín röddin lifa' í minni sál
til leiðbeiningar för minni' um veraldarál.

---

Og tár af mínum hrjóta hvörmum
og heit þau falla niður kinn,
því vafinn dauðans er nú örmum
hann elsku - hjartans pabbi minn.