föstudagur, desember 3

Gler leikur að orðum

HöfundurLjóðabókin Þríleikur að orðum eftir Hrafn Andrés Harðarson kom út árið 1990. Sjálfur tiltillinn felur í sér loforð um tvær bækur til viðbótar, og fyrir stuttu síðan kom út önnur bókin í þessum þríleiks Hrafns, Gler leikur að orðum.

Á sama tíma og orðaleikir fara fram er sviðsljósinu beint að glerinu. Skáldið skoðar hvernig glerið kemur okkur fyrir sjónir í ýmsum birtingarmyndum dags daglega, en veltir einnig fyrir sér hliðstæðum glers í óbeislaðri náttúrunni. Hvað ef ekki væri til neitt gler? Er lesandin spurður að í einu ljóðinu, eflaust spurning sem fáir hefa velt fyrir sér, né áttað sig á hvað gler er mikilvægur þáttur í hversdagslegri tilveru okkar.

Þrátt fyrir að glerið sé í aðalhlutverki er komið víða við og skáldið bregður upp myndum af fortíðinni, tímanum, húsáhöldum, ástinni, tröllum ásamt þeirri náttúrulýrík sem virðist flæða í gegnum allt verkið, og á köflum glíma við efnislega veröld manneskjunnar. Mitt á milli og í bland við allt saman er verið að leika sér að orðum, oftast á skemmtilegan og broslegan hátt.

Hér er á ferðinni ágætis ljóðabók. Flest ljóðin hitta vel í mark og ná tilætluðum árangri, hvort sem það er að fá lesandan til umhugsunnar eða glotta við tönn. Sjálfur þóttist ég verða var við jörðun skáldsögunnar, heimsósóma og fleira, en það eru túlkunnar atriði sem hver og einn verður að gera upp við sig. Það besta við þessa ljóðabók Hrafns er að ljóðin bjóða uppá margvíslega túlkun og að mínu mati er það grundvöllur að góðri lýrík. Ljóðakver sem er ánægjuleg lesning og skemmtir fólki um leið með atthyglisverðum orðaleikjum.