Spáð í Hin íslensku bókmenntaverðlaun I
Það er ekkert að bókmenntaverðlaunum. Matthías Johannesson heldur hinu gagnstæða fram, en satt að segja á ég alltaf erfitt með að taka fólk alvarlega sem hefur þá skoðun. Verðlaun eru í grunninn gæðamat, eins konar leikræn sviðsetning á gagnrýni. Og ég efa að Matthías setji sig upp á móti því að til sé bókmenntagagnrýni. Hins vegar er ekkert að því að tala um bókmenntaverðlaun og gagnrýna þau, pæla í hugsanagangi veljenda, ræða þau verk sem valin voru, og hver hefði átt að tilnefna í staðinn. Gott dæmi um slíka grein er Víðsjárpistill Eiríks Guðmundssonar.* Ég ætla ekki að gera neitt slíkt í hér, heldur að fjalla um bókmenntaverðlaunin sem Félag Íslenskra Bókaútgefenda veita og koma með nokkrar tillögur að því hvernig þau mættu bæta.
(Áður en lengra er haldið skal hér með upplýst að faðir minn, Torfi Tulinius, skrifaði bók sem lögð var fram til bókmenntaverðlaunanna í almenna og fræðibókaflokknum, Skáldið í skriftinni, sem var ekki tilnefnd. Svo er betra að nefna að faðir minn var einnig „einvaldur“ í fagurbókmenntaflokknum árið 2001, þegar það fyrirkomulag tíðkaðist á útnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna)
Talsverðar óanægju hefur gætt með valið í ár. Satt að segja hef ég enn ekki rekist á nokkurn mann sem er ánægður með listann. Ég leyfi mér þó að halda að tilnefndu höfundarnir séu kampakátir og þau sem standa að verðlaunum séu stolt af afrakstrinum. En aðra ánægða hef ég ekki séð tjá sig. Við þessu gætu einhverjir sagt að þau séu alltaf umdeild, en ég man satt að segja ekki eftir því að tilnefningarnar hafi áður vakið jafn mikla og víða gremju. Minni mitt dugar þó ekki mikið lengra en til ársins 1997.
En hvernig bera þessar tilnefningar að? Tvær þriggjamanna nefndir voru skipaðar, ein fyrir fagurbókmenntir, hin fyrir fræðibækur og bækur almenns eðlis, sem síðan velja fimm bækur til tilnefningar. Nefndirnar hafa um það bil tvo mánuði til að lesa yfir allar þær bækur sem lagðar eru fram og velja hverjar séu þess verðugar að vera tilnefndar. Nú er ég ekki einn af þeim sem telja að nefndir séu endilega af hinu illa, annað en til dæmis Þorsteinn Gylfason, sem hefur lagt til að sett verði í stjórnarskrá að bannað verði að skipa nefndir. En vissar hættur skapast þegar ákvarðanir eru teknar af hópi fólks sem ekki eru til staðar ef ein manneskja ræður.
Groupthink heitir það á ensku sem á íslensku mætti snara sem hóphugs. Það er ákveðin hegðun smárra, samheldina hópa sem leiðir til slæmra ákvarðana. Það er ekki ætlun þessarar greinar að fjalla um hóphugs, en benda á nokkrar hóphugshegðanir sem gætu komið sér sérstaklega illa við tilnefningu til bókmenntaverðlauna.
Hvað ber að gera til að laga þetta? Augljósast er að hafa einhvern einstakling aukreitis sem ekki hefur lesið bækurnar og hefur ekki atkvæðisrétt þegar kemur að tilnefningum. Hlutverk hans eða hennar er hreinlega að spyrja spurninga um einstakar bækur sem og forsendurnar sem nefndin gefur sér. Spyrja jafnt nefndina sem heild sem og hvern og einn nefndarmeðlim sér. Þannig væri hægt að gera alla ákvarðantöku betur ígrundaðri. Auðvitað er þetta ekki eina lausnin, en mér líst best á hana persónulega. Svo er náttúrulega að fara aftur í gamla „einvalds“ fyrirkomulagið og losa sig við nefndirnar.
Svo er eitt annað sem amar að bókmenntaverðlaununum. Þau eru of einsömul. Þar sem þau eru langmikilvægustu verðlaun á sínu sviði þá fá þau vægi langt úr öllu samhengi. Í rauninni eru þau einu verðlaunin á Íslandi sem fólki er ekki nokk sama um. Fyrir utan hver vinnur Idol náttúrulega. Það er engin lausn við því. Þau munu líklega alltaf verða það. En eitt gæti aðeins togað þau niður á jörðina. Fleiri verðlaun. Sem væri náttúrlega hið besta mál því það er ekkert að bókmenntaverðlaunum.
Þetta er fyrri hluti, ég mun fjalla meir um Hin íslensku bókmenntaverðlaun næsta föstudag.
*Leiðrétting. Í upprunalegri gerð þessarar greinar stóð að Eiríkur Guðmundsson setti sig upp á móti bókmenntaverðlaunum yfirleitt. Höfundur þessarar greinar misskildi pistil Eiríks og harmar mistök sín.
(Áður en lengra er haldið skal hér með upplýst að faðir minn, Torfi Tulinius, skrifaði bók sem lögð var fram til bókmenntaverðlaunanna í almenna og fræðibókaflokknum, Skáldið í skriftinni, sem var ekki tilnefnd. Svo er betra að nefna að faðir minn var einnig „einvaldur“ í fagurbókmenntaflokknum árið 2001, þegar það fyrirkomulag tíðkaðist á útnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna)
Talsverðar óanægju hefur gætt með valið í ár. Satt að segja hef ég enn ekki rekist á nokkurn mann sem er ánægður með listann. Ég leyfi mér þó að halda að tilnefndu höfundarnir séu kampakátir og þau sem standa að verðlaunum séu stolt af afrakstrinum. En aðra ánægða hef ég ekki séð tjá sig. Við þessu gætu einhverjir sagt að þau séu alltaf umdeild, en ég man satt að segja ekki eftir því að tilnefningarnar hafi áður vakið jafn mikla og víða gremju. Minni mitt dugar þó ekki mikið lengra en til ársins 1997.
En hvernig bera þessar tilnefningar að? Tvær þriggjamanna nefndir voru skipaðar, ein fyrir fagurbókmenntir, hin fyrir fræðibækur og bækur almenns eðlis, sem síðan velja fimm bækur til tilnefningar. Nefndirnar hafa um það bil tvo mánuði til að lesa yfir allar þær bækur sem lagðar eru fram og velja hverjar séu þess verðugar að vera tilnefndar. Nú er ég ekki einn af þeim sem telja að nefndir séu endilega af hinu illa, annað en til dæmis Þorsteinn Gylfason, sem hefur lagt til að sett verði í stjórnarskrá að bannað verði að skipa nefndir. En vissar hættur skapast þegar ákvarðanir eru teknar af hópi fólks sem ekki eru til staðar ef ein manneskja ræður.
Groupthink heitir það á ensku sem á íslensku mætti snara sem hóphugs. Það er ákveðin hegðun smárra, samheldina hópa sem leiðir til slæmra ákvarðana. Það er ekki ætlun þessarar greinar að fjalla um hóphugs, en benda á nokkrar hóphugshegðanir sem gætu komið sér sérstaklega illa við tilnefningu til bókmenntaverðlauna.
- Sjálfsritskoðun. Nefndarmanneskja er kannski alls ekki sammála skoðun hinna tveggja, en treystir sér ekki til að að andmæla. Kannski er ein eða fleiri bókanna alger hörmung, en af því hinum finst bókin frábær þá vill nefndarmanneskjan ekki fara í karp.
- Tálsýn um að allir séu sammála. Fyrst enginn mótmælir hljóta allir að vera sammála. Því þarf ekki að hugsa aftur um það hvort bókin eigi heima á listanum eða ekki.
- Og aðalatriðið, ekki nægileg gagnrýni á frumforsendur. Nú veit ég náttúrulega ekki hverjar frumforsendur nefndanna eru, en notum sem dæmi að ein af þeim hafi verið að hafa tilnefndu bækurnar af ólíku tagi. Þetta hljómar kannski vel en erfitt er að svara spurningunni af hverju er það gott að hafa bækurnar af ólíku tagi. Við því eru hins vegar ýmis mótrök, veigamest náttúrulega að í jafn litlu úrvali af bókum og því sem lagt er fram til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna er ólíklegt að bestu bækurnar verði endilega ólíkar. Þrjár af fimm bestu bókunum geta verið ljóðabækur eða ferðabækur eða eitthvað slíkt.
Hvað ber að gera til að laga þetta? Augljósast er að hafa einhvern einstakling aukreitis sem ekki hefur lesið bækurnar og hefur ekki atkvæðisrétt þegar kemur að tilnefningum. Hlutverk hans eða hennar er hreinlega að spyrja spurninga um einstakar bækur sem og forsendurnar sem nefndin gefur sér. Spyrja jafnt nefndina sem heild sem og hvern og einn nefndarmeðlim sér. Þannig væri hægt að gera alla ákvarðantöku betur ígrundaðri. Auðvitað er þetta ekki eina lausnin, en mér líst best á hana persónulega. Svo er náttúrulega að fara aftur í gamla „einvalds“ fyrirkomulagið og losa sig við nefndirnar.
Svo er eitt annað sem amar að bókmenntaverðlaununum. Þau eru of einsömul. Þar sem þau eru langmikilvægustu verðlaun á sínu sviði þá fá þau vægi langt úr öllu samhengi. Í rauninni eru þau einu verðlaunin á Íslandi sem fólki er ekki nokk sama um. Fyrir utan hver vinnur Idol náttúrulega. Það er engin lausn við því. Þau munu líklega alltaf verða það. En eitt gæti aðeins togað þau niður á jörðina. Fleiri verðlaun. Sem væri náttúrlega hið besta mál því það er ekkert að bókmenntaverðlaunum.
Þetta er fyrri hluti, ég mun fjalla meir um Hin íslensku bókmenntaverðlaun næsta föstudag.
*Leiðrétting. Í upprunalegri gerð þessarar greinar stóð að Eiríkur Guðmundsson setti sig upp á móti bókmenntaverðlaunum yfirleitt. Höfundur þessarar greinar misskildi pistil Eiríks og harmar mistök sín.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar