Spáð í Hin íslensku bókmenntaverðlaun II
Að skipta í flokka þegar veitt eru bókmenntaverðlaun er alltaf dálítið vafasamt. Ég skal alveg kaupa það að hægt sé að bera saman skáldsögu, smásagnasafn og ljóðabók, því endanlegt markmið þeirra er það sama, að fanga hug lesenda. Þetta er kannski dæmi um að bera saman epli og appelsínur, en bæði eru þó ávextir, þannig að við látum það hjá liggja. Í flokki þeim sem sem Félag íslenskra bókaútgefenda kallar fræðirit og bækur almenns eðlis er þetta öllu sérkennilegra. Þar er blandað saman verkum sem hafa sömu markmið og fagurbókmenntir annars vegar, og fræðiritum hins vegar, sem leitast við að auka við þekkingu heimsins. Að bera saman ljósmyndabók og fræðilega úttekt á þjóðernisímynd Íslendinga er eins og að bera saman mangó og Þorlákshöfn.
Þetta er seinni hluti. Fyrri hlutan má lesa hér.
(Áður en lengra er haldið skal hér með upplýst að faðir minn, Torfi Tulinius, skrifaði bók sem lögð var fram til bókmenntaverðlaunanna í almenna og fræðibókaflokknum, Skáldið í skriftinni, sem var ekki tilnefnd. Svo er betra að nefna að faðir minn var einnig „einvaldur“ í fagurbókmenntaflokknum árið 2001, þegar það fyrirkomulag tíðkaðist á útnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna)
Eins og með allar flokkanir þá er margt á reiki í skiptingunni. Eru ferðabækur almenns eðlis eða fagurbókmenntir? Slíkt er alltaf á reiki. Ég er þó ekki að leggja til að flokkarnir verði afnumdir. Þó að vissulega sé það athyglisverð hugmynd að velja eina bók á ári sem „bestu bók ársins“ sama hvað „flokk“ hún kunni að skipa. Það sem ég hef frekar í huga er að flokkarnir verði hugsaðir upp á nýtt. Jafnvel að almenna og fræðibókaflokknum verði skipt í tvennt, í bækur almenns eðlis og fræðirit. Það eitt myndi strax bæta verulega úr málum.
Annað sem mætti gera er að birta rökstuðning. Ástæðurnar afhverju tilnefndu bækurnar voru valdar frekar en hinar. Það mætti jafnvel hafa ritara með nefndinni sem ritaði fundargerð sem síðan yrði birt. Það er svo annað hvenær þetta kæmi út. Nóbelsakademían, sem vissulega er öðruvísi apparat, birtir sínar fundargerðir fimmtíu árum eftir valið. En ég held að það mætti bíða talsvert skemur þegar kemur að Hinum íslensku bókmenntaverðlaunum.
Fyrir utan það að gera allar ákvarðanir nefndarinnar traustari, þá myndi það einnig bæta til muna alla þá umræðu sem á sér stað eftir að tilnefningarnar eru kynntar. Í staðinn fyrir að það nákvæmlega heyrist aftur og aftur og aftur þá væri hægt að ræða konkret atriði. Væri lífið ekki ögn betra ef í staðinn fyrir að verið væri að röfla enn einu sinni enn að tilnefnt væri eftir flokkum, þá væri hægt að segja eitthvað eins og „mér finnst það nú frekar óbókmenntaleg rök að sé ekki hægt að tilnefna Steinar Braga af því hann hefur samvaxnar augabrýr. Hann hefur ekki einu sinni samvaxnar augabrýr!" Jú, lífið væri svo sannarlega betra.
Jafnvel mætti hafa þetta þannig að tekið yrði upp lokafundur nefndarinnar þegar hún kemur sér saman um tilnefningarnar. Það yrði ágætt sjónvarpsefni held ég. Það þyrfti þó kannski eitthvað að klippa það til. Svo væri til dæmis Kristján í Kastljósinu, sem nota bene er lærður bókmenntafræðingur, fenginn til að vera svona efasemdarmaður eins og ég lagði til að væri með nefndinni í fyrri hluta þessarar greinar. Eða bara hafa svona rithöfundasurvivor. Það yrði magnað! „Fylgist með í næsta þætti! Einar Kárason étur fulla skál af iðandi lirfum. Nær hann að klára? Kastar hann þeim upp? Þið komist að því í næsta þætti af Survivor: Surtsey!“
En afhverju skipta þessi verðlaun svona miklu máli. Ég hef haldið áfram að hugsa um þetta síðan ég skrifaði fyrri hlutann. Það er alltaf frekar lítið um gagnrýni á verðlaunin þegar bækur ársins er valdar í febrúar. Ég held að þetta megi skýra með tímasetningu. Tilnefningarnar eru kynntar 5. desember, nítján dögum fyrir jól, þegar jólabókaflóðið ber strendurnar af hvað mestum móð. Í febrúar eru bókmenntirnar aftur orðnar að bara enn einni listgreininni. Hvort að önnur verðlaun yrðu þvílíkt umtalsefni ef tilnefningar yrðu birt á sama tíma er spurning sem ég hef velt fyrir mér. Yrði allt vitlaust ef DV verðlaunin yrðu kynnt 10. desember? Hvað með verðlaun Tómasar Guðmundssonar eða Halldórs Laxness? Kannski, kannski ekki. Ef þau væru í beinni útsendingu þá væri séns. Nú er DV og Stöð 2 í sömu höndum. Einfalt mál. Svo væri 50% afsláttur af tilnefndu bókunum í Hagkaup. Allir græða!
Jæja, núna er ég búinn að hugsa nógu lengi um þessi verðlaun og komið nóg. Kannski maður ætti að fara að lesa einhverjar jólabækur. Svo er aldrei að vita nema maður setji af stað sín eigin verðlaun. Það er enginn kvóti á slíkt. „Bókmenntaverðlaun Kára Tulinius hlýtur...“.
Hljómar vel.
Svo gætir þú, kæri lesandi, jafnvel veitt þín eigin. Og ef þú hefur eitthvað að segja um Hin íslensku bókmenntaverðlaun, bókmenntaverðlaun yfirleitt, bækurnar sem voru tilnefndar eða nokkuð annað sem þér hugnast að tjá okkur, sendu okkur þá endilega línu á ritstjorn@skyjaborgir.com
Þetta er seinni hluti. Fyrri hlutan má lesa hér.
(Áður en lengra er haldið skal hér með upplýst að faðir minn, Torfi Tulinius, skrifaði bók sem lögð var fram til bókmenntaverðlaunanna í almenna og fræðibókaflokknum, Skáldið í skriftinni, sem var ekki tilnefnd. Svo er betra að nefna að faðir minn var einnig „einvaldur“ í fagurbókmenntaflokknum árið 2001, þegar það fyrirkomulag tíðkaðist á útnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna)
Eins og með allar flokkanir þá er margt á reiki í skiptingunni. Eru ferðabækur almenns eðlis eða fagurbókmenntir? Slíkt er alltaf á reiki. Ég er þó ekki að leggja til að flokkarnir verði afnumdir. Þó að vissulega sé það athyglisverð hugmynd að velja eina bók á ári sem „bestu bók ársins“ sama hvað „flokk“ hún kunni að skipa. Það sem ég hef frekar í huga er að flokkarnir verði hugsaðir upp á nýtt. Jafnvel að almenna og fræðibókaflokknum verði skipt í tvennt, í bækur almenns eðlis og fræðirit. Það eitt myndi strax bæta verulega úr málum.
Annað sem mætti gera er að birta rökstuðning. Ástæðurnar afhverju tilnefndu bækurnar voru valdar frekar en hinar. Það mætti jafnvel hafa ritara með nefndinni sem ritaði fundargerð sem síðan yrði birt. Það er svo annað hvenær þetta kæmi út. Nóbelsakademían, sem vissulega er öðruvísi apparat, birtir sínar fundargerðir fimmtíu árum eftir valið. En ég held að það mætti bíða talsvert skemur þegar kemur að Hinum íslensku bókmenntaverðlaunum.
Fyrir utan það að gera allar ákvarðanir nefndarinnar traustari, þá myndi það einnig bæta til muna alla þá umræðu sem á sér stað eftir að tilnefningarnar eru kynntar. Í staðinn fyrir að það nákvæmlega heyrist aftur og aftur og aftur þá væri hægt að ræða konkret atriði. Væri lífið ekki ögn betra ef í staðinn fyrir að verið væri að röfla enn einu sinni enn að tilnefnt væri eftir flokkum, þá væri hægt að segja eitthvað eins og „mér finnst það nú frekar óbókmenntaleg rök að sé ekki hægt að tilnefna Steinar Braga af því hann hefur samvaxnar augabrýr. Hann hefur ekki einu sinni samvaxnar augabrýr!" Jú, lífið væri svo sannarlega betra.
Jafnvel mætti hafa þetta þannig að tekið yrði upp lokafundur nefndarinnar þegar hún kemur sér saman um tilnefningarnar. Það yrði ágætt sjónvarpsefni held ég. Það þyrfti þó kannski eitthvað að klippa það til. Svo væri til dæmis Kristján í Kastljósinu, sem nota bene er lærður bókmenntafræðingur, fenginn til að vera svona efasemdarmaður eins og ég lagði til að væri með nefndinni í fyrri hluta þessarar greinar. Eða bara hafa svona rithöfundasurvivor. Það yrði magnað! „Fylgist með í næsta þætti! Einar Kárason étur fulla skál af iðandi lirfum. Nær hann að klára? Kastar hann þeim upp? Þið komist að því í næsta þætti af Survivor: Surtsey!“
En afhverju skipta þessi verðlaun svona miklu máli. Ég hef haldið áfram að hugsa um þetta síðan ég skrifaði fyrri hlutann. Það er alltaf frekar lítið um gagnrýni á verðlaunin þegar bækur ársins er valdar í febrúar. Ég held að þetta megi skýra með tímasetningu. Tilnefningarnar eru kynntar 5. desember, nítján dögum fyrir jól, þegar jólabókaflóðið ber strendurnar af hvað mestum móð. Í febrúar eru bókmenntirnar aftur orðnar að bara enn einni listgreininni. Hvort að önnur verðlaun yrðu þvílíkt umtalsefni ef tilnefningar yrðu birt á sama tíma er spurning sem ég hef velt fyrir mér. Yrði allt vitlaust ef DV verðlaunin yrðu kynnt 10. desember? Hvað með verðlaun Tómasar Guðmundssonar eða Halldórs Laxness? Kannski, kannski ekki. Ef þau væru í beinni útsendingu þá væri séns. Nú er DV og Stöð 2 í sömu höndum. Einfalt mál. Svo væri 50% afsláttur af tilnefndu bókunum í Hagkaup. Allir græða!
Jæja, núna er ég búinn að hugsa nógu lengi um þessi verðlaun og komið nóg. Kannski maður ætti að fara að lesa einhverjar jólabækur. Svo er aldrei að vita nema maður setji af stað sín eigin verðlaun. Það er enginn kvóti á slíkt. „Bókmenntaverðlaun Kára Tulinius hlýtur...“.
Hljómar vel.
Svo gætir þú, kæri lesandi, jafnvel veitt þín eigin. Og ef þú hefur eitthvað að segja um Hin íslensku bókmenntaverðlaun, bókmenntaverðlaun yfirleitt, bækurnar sem voru tilnefndar eða nokkuð annað sem þér hugnast að tjá okkur, sendu okkur þá endilega línu á ritstjorn@skyjaborgir.com
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar