Stefnumót við heiminn
Þótt ég hvetji aðra til að sýna enga miskunn í gagnýni sinni á bækur, hrjáir mig sú hvimleiða fötlun að skrifa aðeins um þær íslensku bækur sem mér finnst góðar. Ég sleppi hins vegar alveg að tjá mig um þær slæmu, sérstaklega ef þær eru eftir gamla íslenska höfunda, sem ég vil ekki særa, eða unga íslenska höfunda, sem ég vil ekki draga kjarkinn úr.
Bókin Stefnumót við heiminn eftir Ingólf Guðbrandsson var ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hún hefur ekki verið meðal þeirra nýútkomnu bóka sem mest er fjallað um eða mest hefur selst. Samt mun hún vera meðal þeirra bóka sem lifa allt glysið og lætin af. Hún verður ein af þeim strýtum sem eftir munu standa þegar jólabókaflóðinu slotar.
Fjöldi fallegra mynda prýðir bókina og textinn er skemmtilegur. Stundum meira að segja speki sem hittir beint í mark. Aðalhöfundur bókarinnar er eins og áður segir tónlistarmaðurinn, ferðafrömuðurinn og mystíski ævintýramaðurinn Ingólfur Guðbrandsson. En einnig er fjöldi gestahöfunda. Gestahöfundarnir eru Arnaldur Indriðason, Benedikt Gunnarsson, Bjarni Bragi Jónsson, Friðrik Hróbjartsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Sjöfn Har, Sveinn Guðjónsson og Sverrir Pálsson. Að auki eru í bókinni viðtöl eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur og Pál Kristinn Pálsson.
Ég á engra hagsmuna að gæta (ekki frekar en venjulega) þegar ég segi að enginn eigi að láta þessa bók framhjá sér fara og tilvalið að fá sér hana í staðinn fyrir bækur sem er skipt eftir jólin.
Eftirfarandi brot er eftir Ingólf og úr kafla sem heitir Vor í Prag:
Bókin Stefnumót við heiminn eftir Ingólf Guðbrandsson var ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hún hefur ekki verið meðal þeirra nýútkomnu bóka sem mest er fjallað um eða mest hefur selst. Samt mun hún vera meðal þeirra bóka sem lifa allt glysið og lætin af. Hún verður ein af þeim strýtum sem eftir munu standa þegar jólabókaflóðinu slotar.
Fjöldi fallegra mynda prýðir bókina og textinn er skemmtilegur. Stundum meira að segja speki sem hittir beint í mark. Aðalhöfundur bókarinnar er eins og áður segir tónlistarmaðurinn, ferðafrömuðurinn og mystíski ævintýramaðurinn Ingólfur Guðbrandsson. En einnig er fjöldi gestahöfunda. Gestahöfundarnir eru Arnaldur Indriðason, Benedikt Gunnarsson, Bjarni Bragi Jónsson, Friðrik Hróbjartsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Sjöfn Har, Sveinn Guðjónsson og Sverrir Pálsson. Að auki eru í bókinni viðtöl eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur og Pál Kristinn Pálsson.
Ég á engra hagsmuna að gæta (ekki frekar en venjulega) þegar ég segi að enginn eigi að láta þessa bók framhjá sér fara og tilvalið að fá sér hana í staðinn fyrir bækur sem er skipt eftir jólin.
Eftirfarandi brot er eftir Ingólf og úr kafla sem heitir Vor í Prag:
Þótt nú sé bæði auðvelt og ódýrt að ferðast og margir séu á ferðinni eru listir og menningararfur Evrópu þorra Íslendinga enn sem lokuð bók eða ónumið land eins og á dögum Fjölnismanna. Krárnar og búðarrápið situr enn í fyrirrúmi eða bílaleikur í mengaðri svækju á yfirfullum hraðbrautum álfunnar, án takmarks eða tilgangs nema sýndarmennsku eða að geta sagzt hafa komið í þetta land eða hitt án þess að sjá neitt. Þetta er nýtt afbrigði nesjamennskunnar og minnir á ástand í þróunarlöndum, þegar þyrst, hungrað og klæðalítið fólk fer í fyrsta sinn í kaupstað. Íslendingar vilja helzt flytja Ísland með sér, hvert sem þeir fara og hegða sér samkvæmt kjörorði sínu „að vera hress“! Inntak ferðalagsins verður ekki ný, spennandi og lærdómsrík upplifun, heldur gengur allt út á að vera hress á þennan sérstaka þjóðlega hátt með ærandi hávaða en sljórri vitund og muna helst ekki neitt daginn eftir. Í augum útlendinga vekja slík þjóðerniseinkenni undrun og minna á frumbýlingshætti fólks sem skortir allt, en þó fyrst og fremst menningu. Aðrar siðmenntaðar þjóðir leggja áherzlu á menningarlegt gildi ferðalaga. Hinn háværi „hressi“ lífstíll er oft gríma til að fela innri tómleika og öryggisleysi. Hamingjan fer sér hægt og er aldrei hávær.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar