fimmtudagur, janúar 20

Sjaldan launar kálfurinn ofeldið

Höfundur-Blóð og bein- Chi to Hone
Það er svo margt líkt með borgarísjaka og menningu, hvort sem um borgarmenningu eða annarskonar menningu er að ræða. Rétt eins og ísjakarnir eru margir og ólíkir hver öðrum að lögun er landlægur mismunur milli einkenna menningar samfélaga, sem eru í raun fjölda mörg. Hvorki er ein afrískmenning né ein evrópskmenning. Ekki er einn ísjaki í norðri og þaðan af síður einn í suðri. Sama hvað við sjáum mikið á yfirborðinu er svo margt og svo miklu meira dulið fyrir okkur undir niðri. Nokkuð sem þarf skilning og þolinmæði til að átta sig á.
„Tíminn líður hratt á gervihnatta öld“
Með auknu áreiti fækkar tækifærum til slökunar. Þegar önnum köfnum manninum er orðið svo tamt að leita ekki lengur af bókum tillestrar, heldur horfa bara á það sem honum er skammtað vilja margir staldra við og hugleiða hvort rétt braut sé af mannkyninu rötuð. Ætlaði Hafnfirðingurinn ekki að bíða eftir kvikmyndinni í stað þess að kaupa Íslensku Alfræðiorðabókina.

„Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun“
Það er alltaf skemmtilegra að geta slegið fleiri flugur í færri höggum en öfugt. Ef skemmtuninni fylgir einhver fræðsla getur maður snúið ánægðari fyrir vikið heim að loknu áhorfi. Á síðasta ári var frumsýnd kvikmynd sú fyrsta sinnar tegundar, er opnar augu áhorfanda fyrir sambandi milli eins af möndulveldum hins illa og þeirrar þjóðar sem stendur í hvað mestu stappi við það möndulveldið.

Svart/hvítt
Fólk er sagt hata annað fólk, en fyrilítur það kannski frekar eða fordæmir það. Eitt þekktasta dæmi um slíkt hatur hóps fólks á öðru fólki, kemur reglulega fram í kvikmyndum af vestanverðu Vínlandi. Einnig hefur samskonar hatur verið fyrirferðamikið í Evrópu. Grunnur þessa haturs liggur oftar en ekki í því hve ólíkt fólkið er á yfirborðinu og í sumum tilfellum reka menn tærnar í trúarbrögð. Í Danmörku sáust fyrir um áratug límmiðar með áletrun sem sagði – lækkum skatta, skjótum Færeying(a) – eða eitthvað á þá leið. Í því tilfelli er hvorki hægt að kenna um ólíku útliti né öðruvísi trúarbrögðum. Samskonar tregðu í samskiptum fólks má finna í Japan. Þó kurteisin og viðmótsþýðan hylji í flestum tilfellum það sem opinskáum Dönum gæti dottið í hug að segja hvar og hvenær sem er. Færeyingar Japana eru Kóreubúar. Margur Kóreumaðurinn býr við góðan aðbúnað í góðu yfirlæti í Japan, en því er ekk að heilsa á heimili allra þeirra sem frá Kóreu koma til Japans. Hinsvegar er hálf Kórea frjáls frá Japönum en hálf var fjötruð af kommúnisma í loks seinna stríðs. Það breytir því ekki að hátt í milljón Kóreubúa eða fólks ættaðs frá Kóreuskaganum býr nú í Japan. Nú er því svo komið að þeir sem voru fæddir í Kóreu eru í hverfandi minnihluta. Drjúgur hluti Kóreubúanna í Japan kemur frá nyrðri hluta Kóreu. Norður-Kóreubúum er ógerlegt að gerast Japanskir ríkisborgarar í staðinn fá þeir að reka það sem Japönum er óheimilt, fjárhættuspil. Kóreubúarnir hafa hagnast vel á spilakassarekstri í Japan og senda bróður part gróðans heim til Norður Kóreu, svo fólkið þar fái gagnast af striti þess sem hélt að heiman í árdaga. Á sama tíma og japönsk stjórnvöld fóstra fjármagns-innflutning til Pyongyang, standa þau í stappi við Kim og undirsáta hans með að endurheimta Japani sem var rænt í Japan og fluttir nauðugir til Norður Kóreu. Þannig brjóta Norðurkóresk stjórnvöld reglu þægðarinnar - að bíta hvorki né berja þann sem fæðir mann og klæðir. Því á sama tíma og Kim og félagar þiggja fjármagn frá Japan, gætu þeir verið að hlaða vopnin sem beint er að Tokyo og því hafa Japönsk stjórnvöld fáa kosti í vítahring þessum.

Laun kommúnismans er dauði
Í kvikmynd Yoichi Sa, Blóð og bein, er rakin saga Kóresks manns, Shunpei,, sem leikinn er meistaralega af Takeshi Kitano. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Sogiru Yan. Shunpei er fyrirlitinn af japönskum samborgurum sínum fyrir uppruna sinn eins og er með marga Kóreubúa. Hann verður auðugur á fé sem hann sendir reglulega til Norður Kóreu – hann styrkir málstaðinn –, því ekki hugnast honum fósturlandið, þó þar verði hann öllu auðugri en honum er unnt að verða í sínu föðurlandi. Reiði hans vegna stöðu hans í samfélaginu brýst út í ofbeldisverkum sem hann vinnur ítrekað á sínum nánustu. Ef laun heimsins er vanþakklæti eru laun kommúnismans dauði. Því söguhetjan snýr, eins og nokkur dæmi eru um, aftur til Pyounyang, þar er honum þakkað fyrir fjárframlögin með fábrotnu lífi hvar skorturinn skefur lífsgleðina algerlega af brauðstritinu. Myndin er myrk en eftirminnileg.

Þó Shunpei komi upphaflega frá syðri hluta Kóreu þá fórnar hann einum sona sinna fyrir málstaðinn, horfir á eftir honum norður, þar sem gleðin yfir því að fá að byggja upp nýtt land að loknu stríði og japönskum yfirráðu. Frá honum heyrðist ekkert þrátt fyrir ást og fögur fyrirheit um að tengslin skyldu halda heim til föðurhúsa þrátt fyrir fjarlægð. Suður Kórea hefur ávalt haft góðsamskipti viðjapönsk stjórnvöld, sú staðreynd hafði ef til vill eitthvað með það val að gera að vinsemdin beindist norður.

Myndin lýsir lífshlaupi Shunpeis frá því að hann kemur sem ungur maður til Japan uns hann deyr í Norður Kóreu. Í Osaka verður Shunpei sér fljótlega út um eiginkonu, henni til allrar óhamingju. Hann situr á fót matvælaframleiðslu og stýrir henni með harðri hendi. Allt tal um illan aðbúnaður starfsmanna Impregilo við Kárahnjúka er lélegur brandari í samanburði framkomu Shunpeis við starfsmenn sína. Shunpei tekur á móti lausaleiks króga sínum með sínum hætti og fer það svo að lokum að sá er flæmdur á brott af heimili föðurins.

Fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott
Ekki þurfa áhorfendur að bía lengi uns Shunpei dregur inn í fjölskyldu lífið hjákonu sem hann gerir eiginkonu sinni að þjónusta. Þegar heimtufrekja og hroki Shunpeis gengur fram af hjákonunni þá sýnir illmennið einhverskonar vott af manngæsku. Hann fær sér aðra hjákonu til að þjóna þeirri fyrri. Þetta var eina dæmið sem sannaði það að enginn er alillur.

Af rekstri sínum græðist honum nokkuð fé samt sem áður skamtar hann fjölskyldu sinni skorpu brauðmola ekki hætis hót umfram það. Síðar færir hann út kvíjarnar og hefur okurlána starfsemi, hvar útlendingurinn stendur í viðskiptum við glæpaklíkur Japans. Þá fáum við að sjá góða glefsu af skapfestu Shunpeis með eftir minnilegu blóðmjólkunar atriði. Atburðar sem leiddi til sjálfmorðs skuldarns, svo harkalega gekk hann fram.

Shunpei horfir á eftir fjölskyldu sinni, eigin konu yfir móðuna miklu og svo hjákonu og börnum út um hvippinn og hvappinn. Þá fer það svo að þar sem elsdti sonurinn hefur með öllu gerst föður sínum afhuga og hyggur á egið líf þegar móðir hans gefur upp öndina. Shunpei skilur fálæti sonar síns ekki og vill hann með sér til fyrirheitna landsins Norður Kóreu. Því stelur Shunpei yngsta syni sínum af seinnin hjákonunni og flytur hann nauðugan með sér til Kims í Kóreu nyrðri, hvar feðgarnir lifa við sult og seyru og loks líður illmennið útaf hvar sonur hans vil fremur verða sér útt um örlitla næring en að veita Shunpei nábjargirnar.

Blóðið rennur og bein brotna í myndinni, vegna vilja og vonsku höfuðs fjölskyldunnar. Það er ekki öllum gert að lifa við slíkar aðstæður. Fjölskyldan brestur undan álaginu. Illskunni linnir ekki fyrr en Shunpei gefur loks upp öndina. Myndin er sannarlega um djöful í mannsmynd. Sem eirir varla nokkrum sköpuðum hlut.