Vísindabyltingin og rætur hennar í fornöld og á miðöldum
Meðal þeirra bóka sem gefnar voru út fyrir jólin en létu lítið fyrir sér fara í jólabókaflóðinu var bókin Vísindabyltingin og rætur hennar í fornöld og á miðöldum. Höfundur bókarinnar er Andri Steinþór Björnsson en Háskólaútgáfan gefur bókina út, sem skýrir ef til vill hvers vegna lítið fór fyrir henni í jólabókaflóðinu. Af inngangi bókarinnar má skilja að höfundur hennar sé menntaður sálfræðingur þó hann hafi lagt áherslu á vísindasögu í meistaranámi. Einhverjir kynnu að halda að til að rita verk um vísindasögu hefði þurft vísindasagnfræðing, vísindaheimspeking eða raunvísindamann með sérhæfingu í þeim kenningum sem teknar eru fyrir í bókinni. Andri Steinþór segir strax í formála: “[É]g var nemi í sálfræði, ekki í eðlisfræði eða stærðfræði, líffræði eða jarðfræði. Ég hef alltaf trúað því að það væri kostur að vera ekki með formlega menntun í þessum greinum, því að ég hefði betri skilning á því en innvígðir hvað þyrfti að skýra út fyrir almennum lesendum”. Bókinni er einmitt ætlað að vera skemmtileg og skýr umfjöllun um vísindabyltinguna sem varð á 16. og 17. öld þegar vísindi náðu fótfestu í vestrænum samfélögum og gjörbreyttu þeim, sem og heimsmynd manna. Bókin er skrifuð fyrir almenning – þ.e. alla þá sem ekki eru menntaðir vísindasagnfræðingar – og á erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á vísindum af öllu tagi – sem og þeirra sem kaupa eingöngu bækur sem lúkka vel í hillu því kápan er sérlega smekkleg.
Efni bókarinnar er einnig víðfemt. Bókinni er skipt í átta kafla, sem eru: Inngangur, Frumherjar skýringarvísindanna, Gullöld heimspekinnar, Stærðfræðigreinarnar í lok fornaldar, Miðaldir, Endurreisnartíminn, Vísindabyltingin og Sólmiðjukenningin. Eins og sjá má af þessari upptalningu fjallar efni bókarinnar ekki eingöngu um atburði á 16. og 17. öld heldur er einnig fjallað ítarlega um rætur hennar í fornöld og á miðöldum eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Þar er m.a. fjallað um upphaf og þróun heimspekinnar og þar á meðal helstu hugsuði forn-Grikkja, stjörnufræði og stærðfræði allt frá helleníska tímabilinu og þar til Galíleó og Kepler fóru að vinna með Sólmiðjukenningu Kóperníkusar og Tycho Brahe og Ísak Newton lögðu sitt af mörkum til þróunar vísindanna. Auk þess að fjalla er um kenningar fyrrnefndra vísindamanna sem og margra annarra fylgir stutt æviágrip þeirrra. Þar að auki tekur höfundur fyrir þróun vísindanna á nokkrum svæðum, m.a. í bæði vestur og austur Evrópu sem og vísindi í Íslam á miðöldum. Bókin er einnig prýdd fjölda ljósmynda og teikninga sem gefur henni lifandi svip og eykur fjölbreytni hennar töluvert.
Höfundur þessa pistils verður nú að játa það á sig að vera hvorki menntaður í vísindasögu né vísindaheimspeki heldur er hann menntaður, eins og höfundur bókarinnar, í félagsvísindum. Þar af leiðandi er ógerningur fyrir undirritaðan að leggja faglegt mat á innihald bókarinnar. Það er hins vegar nauðsynlegt að segja að hafi markmið höfundar verið að skrifa aðgengilegan, áhugaverðan og skemmtilegan texta fyrir almenning þá hefur það svo sannarlega tekist. Það verður að teljast nokkuð afrek að gefa út glæsilegt rit á íslensku um þetta efni. Þó vandað hafi verið til verka í alla staði er alveg óvíst að eftirspurnin sé næg til að verkið standi undir sér án styrkja. Bókin er því hvalreki á fjörur þeirra sem unna vel skrifuðum fræðibókum og hún mun lifa mun lengur en margar metsölu-skáldsögurnar sem komu út fyrir þessi jól.
Efni bókarinnar er einnig víðfemt. Bókinni er skipt í átta kafla, sem eru: Inngangur, Frumherjar skýringarvísindanna, Gullöld heimspekinnar, Stærðfræðigreinarnar í lok fornaldar, Miðaldir, Endurreisnartíminn, Vísindabyltingin og Sólmiðjukenningin. Eins og sjá má af þessari upptalningu fjallar efni bókarinnar ekki eingöngu um atburði á 16. og 17. öld heldur er einnig fjallað ítarlega um rætur hennar í fornöld og á miðöldum eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Þar er m.a. fjallað um upphaf og þróun heimspekinnar og þar á meðal helstu hugsuði forn-Grikkja, stjörnufræði og stærðfræði allt frá helleníska tímabilinu og þar til Galíleó og Kepler fóru að vinna með Sólmiðjukenningu Kóperníkusar og Tycho Brahe og Ísak Newton lögðu sitt af mörkum til þróunar vísindanna. Auk þess að fjalla er um kenningar fyrrnefndra vísindamanna sem og margra annarra fylgir stutt æviágrip þeirrra. Þar að auki tekur höfundur fyrir þróun vísindanna á nokkrum svæðum, m.a. í bæði vestur og austur Evrópu sem og vísindi í Íslam á miðöldum. Bókin er einnig prýdd fjölda ljósmynda og teikninga sem gefur henni lifandi svip og eykur fjölbreytni hennar töluvert.
Höfundur þessa pistils verður nú að játa það á sig að vera hvorki menntaður í vísindasögu né vísindaheimspeki heldur er hann menntaður, eins og höfundur bókarinnar, í félagsvísindum. Þar af leiðandi er ógerningur fyrir undirritaðan að leggja faglegt mat á innihald bókarinnar. Það er hins vegar nauðsynlegt að segja að hafi markmið höfundar verið að skrifa aðgengilegan, áhugaverðan og skemmtilegan texta fyrir almenning þá hefur það svo sannarlega tekist. Það verður að teljast nokkuð afrek að gefa út glæsilegt rit á íslensku um þetta efni. Þó vandað hafi verið til verka í alla staði er alveg óvíst að eftirspurnin sé næg til að verkið standi undir sér án styrkja. Bókin er því hvalreki á fjörur þeirra sem unna vel skrifuðum fræðibókum og hún mun lifa mun lengur en margar metsölu-skáldsögurnar sem komu út fyrir þessi jól.
<< Til baka | Senda athugasemd til ritstjórnar