fimmtudagur, mars 31

Kastað í flóanum

HöfundurNýlega var bókin Kastað í Flóanum eftir Ásgeir Jakobsson endurútgefin af Bókafélaginu Uglu. Í bókinni er rakin sagan af upphafi togveiða við Ísland. Lýst er baráttu landsmanna gegn botnvörpunni og tilraunum erlendra auðjöfra til togaraútgerðar á Íslandi. Brugðið er upp lifandi mannlýsingum af þeim sem við sögu koma, til dæmis Einari Benediktssyni, Jóni Vídalín og Indriða Gottsveinssyni, fyrsta íslenska togaraskipstjóranum.

Bókin hlaut góðar viðtökur þegar hún kom fyrst út árið 1966 og bókmenntafræðingurinn Eiríkur H. Finnbogason skrifaði meðal annars eftirfarandi:
Bókin er þannig rituð, að hún ætti að geta orðið nokkur skemmtilestur hverjum sem er, þótt ekki væri fyrir annað en málfarið, sem bæði er myndrænt, mjög svo persónulegt og óvenju hispurslaust.